Á Íslandi fórum við í dagsferð í Landmannalaugar með Möttu frænku og Jón Gunnari. Landmannalaugar er einn af fallegri stöðum á Íslandi og var Jacob alveg í skýjunum með ferðina. Við löbbuðum uppá Brennisteinsöldu og á leiðinni til baka fundum við fínan stað til að boða nestið okkar þar sem við vorum alveg útaf fyrir okkur umvafin lækum og heitu vatni sem kom uppúr jörðinni :)
Yndislegur dagur :)
Takk Matta og Jón Gunnar fyrir að bjóða okkur með :)