Wednesday, June 18, 2014

Síðustu mánuðir...











Veðrið er einfaldlega búið að vera ótrúlega gott hjá okkur síðustu 2 mánuðina.... við erum að tala um 20 gráður plús, nánast uppá hvern einasta dag.... gróðurinn er þurr og allir fjölskyldumeðlimir eru orðinir vel útiteknir :)

Þetta þýðir að ég hef nánast ekki opnað tölvuna mína, nema á vinnu tíma :) 

Ég er einfaldlega að elska þetta sumar :) það er einhvernveginn búið að vera svo yndislegt.... og það er rétt að byrja :) Kannski að það hjálpi til að Jacob smíðaði grindverk í garðinum okkar til að loka honum af, þannig að við getum slappað af með börnin með okkur.... ekki eins og áður var þegar við vorum alltaf á vaktinni og að passa uppá að þeir bræður myndu ekki hlaupa út á götu.

Myndirnar hérna að ofan eru frá síðustu mánuðum! Strákarnir eru s.s. búnir að smakka bæði ís og kókómjólk. Emil er alveg óður í ís í vél og þeim báðum finnst voða gott að fá nýja bollu úr bakaríinu og kókómjólk með. Það leifum við okkur stundum um helgar þegar við förum og verlsum í matinn :)


Markmiðið mitt í sumar er að ná góðri mynd að þeim bræðrum saman!!! spurning hvort að það takist ;) Mér finnst ég ekki búin að ná góðri mynd af þeim saman síðan áður en þeir byrjuðu að skríða.... ;)