Þá er nú heldur betur farið að styttast í að litlu peyjarnir mínir koma eða ca. 3 vikur :) og er stóri maginn farinn að segja til sín hvað þyngd varðar!! Það eitt að setja í þvottavél eða að fara í sturtu er eins og að hlaupa maraþon (allavegna svona miða við hversu móð ég verð ) ;)
Í vikunni skaust ég inní eina gjafavöruverslun og þá spurði verslunarmaðurinn mig hvort næsta stopp hjá mér væri fæðingardeildin... þannig að ætli fólk sem mætir mér útá götu sé ekki bara hrætt um að ég missi vatnið á skóna þeirra ;)
Ég átti einmitt mjög erfiðan dag um daginn þegar ég fattaði að óléttubuxurnar mínar pössuðu ekki lengur á mig vegna þess hversu stór maginn minn væri, þá mátti sjá tár á vanga mínum og ég leit á Jacob og spurði hann hvort það væri ekki regla að ef óléttufötin væru orðin of lítil að þá væru börnin tilbúin til að koma út!!! en það var víst bara draumur hjá mér ;)
Síðan á morgun mun ég takast á við þá stóru áskorun um að finna einhver þokkaleg föt úr skápnum mínum sem passa þar sem ég er að fara í afmæli, þið ættuð öll að þakka fyrir að vera á Íslandi, því ég held að þetta verði ekki auðvelt verk og ekki fyrir viðkvæma að vera viðstadda ;) Annars er það sem heldur mér á tánum fyrir þetta afmæli eru kökurnar :) hahaha.....
Sýnishorn úr barnaherberginu :) |
x x x
-hgg
-hgg