Ég fékk allt í einu pínu panik um daginn ef svo má kalla, vegna þess að mér fannst alltí einu ég átta mig á því að þegar tvíburarnir koma í heiminn að þá gætum við ekki gert allt sem okkur langaði og yrðum ekki eins frjálsfara okkar. Þannig að ég settist niður með Jacob og við bjuggum til sumarlista, yfir alla þá hluti sem okkur langar að gera í sumar áður en tvíburarnir koma.
Sumarlistinn 2012
- Grilla með góðum vinum
- Búa til kokteila til að drekka úti í góða veðrinu (óáfenga fyrir mig auðvitað ;) )
- Fara með fjölskyldunni í Fårup sommerland
- Kíkja í Karolinelund
- Spila kubb, kriket ofl. með góðum vinum
- Kíkja á ströndina
- Búa til sumar playlist
- Fara út í brunch
Við erum nú þegar búin með nr 1 & 5 og oftar en einu sinni :) Einnig erum við komin með góðan sumar playlist sem okkur finnst ekki leiðinlegt að dansa um stóru stofuna okkar við, ég get lofað ykkur að okkar verður seint boðið að taka þátt í "dancing with the stars" ;)
Einnig nýttum við tækifærið um daginn og skelltum okkur niður í bæ í brunch í góðaveðrinu :)
Einnig nýttum við tækifærið um daginn og skelltum okkur niður í bæ í brunch í góðaveðrinu :)
Grill meistarinn :) |
Grillaðir sykurpúðar |
Hvað er á ykkar sumarlista þetta sumarið?
plíz ekki segja þjóðhátíð ;)
Gleðilegan föstudag og njótið helgarinnar :)
x x x
x x x
-hgg
No comments:
Post a Comment