Í dag eru ekki nema 2 vikur í að ég verði sett af stað!!! s.s. þann 26 júlí.
Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að mig hlakkar mikið til að fá minn gamla líkama aftur, þar sem einföldustu hlutir eru mér ófærir!! t.d. þá get ég ekki lengur klætt mig í hægri sokk, aðeins þann vinstri.... ég komst að því á mánudaginn þegar Jacob kom heim úr vinnu og spurði mig afhverju ég væri aðeins í einu sokk, þessi spurning var alls ekki vinsæl hjá mér þar sem ég hafði jú reynt í næstum 5 mínútur að koma mér h... hægri sokkinn en án árangurs!!! Einnig eru mjög fá föt sem ég kemst orðið í, það eru tvær leggings sem ég skiptist á að vera í og þvo og svo þrír kjólar!! ekkert af þessum kjólum eru þó óléttukjólar þar sem þeir allir eru orðnir of litlir.... það er ekki gert ráð fyrir svona stórum maga í óléttufötunum frá H&M..... en við þökkum fyrir að það sé sumar, þannig að þetta gæti verið verra :)
Síðan erum við að fara í brúðkaup eftir rúma viku, þannig að það verður skemmtilegt að finna sér kjól fyrir það..... svo ég tali nú ekki um skó!! þar sem ég er kominn með svo mikinn bjúg á fæturnar að eftir kl. sjö á kvöldin þá passa ég ekki í neina skó.... já ekki einu sinni sandala!!! hahahahah......
En ég kvarta ekki þrátt fyrir þessa litlu kvilla (sem ég oft hlæ meira af heldur en hitt) þar sem peyjarnir eru að vaxa vel og við erum orðin mjög spennt að hitta þá og sjá hvernig þeir líta út :)
Það voru teknar myndir af mér í vikunni þar sem ég var alveg rosalega ánægð og ég ætlaði að hafa með þessari færslu og við höfðum gaman af í göngutúr í einum garðinum hérna í Álaborg (eftir kl sjö).... en þegar svo var komið heim og myndirnar settar í tölvuna þá er ég eins og uppblásin blaðra í framan og því miður eru myndirnar ekki internethæfar ;) hahahaha....
x x x
-hgg