Monday, July 16, 2012

Helgardagbókin #2

Við áttum yndislega og viðburðaríka helgi :)
Ég byrjaði helgina á því að fara í dekur til hennar Helgu minnar, lit&plokk + að hún gaf óléttukonunni með ofsabjúginn fótanudd og bleikt naglalakk á tærnar :) Síðan um kvöldið fórum við út að borða og í bíó með vinum á föstudagskvöldið, þar sem ég sá mína fyrstu spiderman mynd.... :) en toppurinn af kvöldinu var eftirrétturinn sem ég fékk á pönnukökuhúsinu :) ummmm.... pönnukaka með ís og súkkulaðisósu :) það bara getur ekki klikkað..... 

Pönnukakan :)


Síðan á laugardeginum fengum við óvænta heimsókn frá Sollu & Davíð frá Køben :) það var alveg yndislegt að fá þau og var skellt í Royal brunch á sunnudeginum :) áður en haldið var í smá roadtrip til Blokhus & Løkken!!! Það var alveg yndislegt að fá þau í heimsókn og hlakkar mig mikið til þegar þau koma næst :) 

Solla komin til að knúsa tvíburana :)
... hún náði einnig að draga mig aðeins niðrí bæ :)
Sunnudagsbrunchinn :)
Við ready to dig in ;)
Síðan var haldið til Blokhus beach :)
.... þar sem Lífreddarinn var tilbúinn :)
vinkonurnar <3
og peyjarnir :)
Lífreddarinn var tilbúinn með allar græjur :)
Í Løkken, þar sem var búið að fjarlægja kirkjuna sem við ætluðum að sjá!!
Skemmtilegustu ferðafélagarnir :)

Vonandi áttuð þið góða helgi :)

x x x
-hgg


Thursday, July 12, 2012

36 vikur


Í dag eru ekki nema 2 vikur í að ég verði sett af stað!!! s.s. þann 26 júlí. 
Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að mig hlakkar mikið til að fá minn gamla líkama aftur, þar sem einföldustu hlutir eru mér ófærir!! t.d. þá get ég ekki lengur klætt mig í hægri sokk, aðeins þann vinstri.... ég komst að því á mánudaginn þegar Jacob kom heim úr vinnu og spurði mig afhverju ég væri  aðeins í einu sokk, þessi spurning var alls ekki vinsæl hjá mér þar sem ég hafði jú reynt í næstum 5 mínútur að koma mér h... hægri sokkinn en án árangurs!!! Einnig eru mjög fá föt sem ég kemst orðið í, það eru tvær leggings sem ég skiptist á að vera í og þvo og svo þrír kjólar!! ekkert af þessum kjólum eru þó óléttukjólar þar sem þeir allir eru orðnir of litlir.... það er ekki gert ráð fyrir svona stórum maga í óléttufötunum frá H&M..... en við þökkum fyrir að það sé sumar, þannig að þetta gæti verið verra :)



Síðan erum við að fara í brúðkaup eftir rúma viku, þannig að það verður skemmtilegt að finna sér kjól fyrir það..... svo ég tali nú ekki um skó!! þar sem ég er kominn með svo mikinn bjúg á fæturnar að eftir kl. sjö á kvöldin þá passa ég ekki í neina skó.... já ekki einu sinni sandala!!! hahahahah...... 

En ég kvarta ekki þrátt fyrir þessa litlu kvilla (sem ég oft hlæ meira af heldur en hitt) þar sem peyjarnir eru að vaxa vel og við erum orðin mjög spennt að hitta þá og sjá hvernig þeir líta út :)

Það voru teknar myndir af mér í vikunni þar sem ég var alveg rosalega ánægð og ég ætlaði að hafa með þessari færslu og við höfðum gaman af í göngutúr í einum garðinum hérna í Álaborg (eftir kl sjö).... en þegar svo var komið heim og myndirnar settar í tölvuna þá er ég eins og uppblásin blaðra í framan og því miður eru myndirnar ekki internethæfar ;) hahahaha....



x x x
-hgg


Monday, July 9, 2012

Helgardagbókin


36 vikur



Tókum rúnt til Nibe

Hvíta Húsið í Álaborg

Maginn var "aðeins" að trufla frammistöðu mín :/

J&J úti í garði að spila krikket


Síðustu helgum höfum við notið í botn með því að taka stutta bíltúra útá land og einnig að heimsækja vini :)

Núna eru ekki nema rúmar tvær vikur í að ég verði sett af stað og því um að gera að njóta þess áður en fjölskyldan tvöfaldast í stærð ;)

x x x
-hgg

Tuesday, July 3, 2012

Undercover Mama á Íslandi


Ég var að panta mér brjóstargjafabol frá Undercover Mama á Íslandi og hlakkar mig mikið til að prufa bolinn, þar sem ég vonast eftir því að ég muni geta gefið báðum peyjunum brjóst :)

Fyrir ykkur sem eruð óléttar eða með barn á brjósti myndi ég endilega skoða þetta, mér sýnist þetta vera algjör snilld :)



Undercover Mama á Íslandi


Endilega kíkið á Facebook síðuna hjá UnderCover mama á Íslandi, og ekki er verra að það er frí heimsending :)


Hér er stærðartafla og sýnt hvernig bolurinn virkar :)



x x x
-hgg


Júlí // tíminn flýgur... :)


Þá er júlí mættur og strax kominn þriðji!!! hvert fór Júní?? ;) 
Mér finnst tíminn fljúga áfram og aðeins ca 20 dagar í að dönsku eyjapeyjarnir mæta á svæðið :) og ekki nema 19 dagar í mömmu :) það verður sko gaman að fá mömmu til að hjálpa mér og leiðbeina fyrstu vikurnar :)

Síðusta helgi var alveg yndisleg :) Við fórum í 25 ára afmæli á föstudagskvöldinu þar sem ég var búin að baka fjórar franskar súkkulaðikökur fyrir gestina :) Ég fann á endan kjól til að fara í, svo það reddaðist að ég færi ekki bara í náttsloppnum ;) hehe... 


Hlaðborðið
Langborðið


Á sunnudeginum keyrðum við til Hals þar sem við nutum góða veðursins niðrá bryggju ásamt því að fá okkur RISA ís :) síðan á leiðinni til baka lobbuðum við niður á ströndina við Hals og kíktum inní nokkrar búðir (svona sveitabæi) sem eru við þjóðveginn og hægt er að kaupa ný jarðaber, hindber eða kartöflur ásamt blómum og blómavösum... alveg hreint yndislegur dagur :)



Ísbíltúr til Hals

x x x
-hgg