Friday, January 31, 2014

Laaaangur janúar....






Mér finnst janúar mánuður búinn að vera mjög langur... þannig að ég tek fagnandi á móti febrúar :)
Í gær pöntuðum við svo flug til Íslands til að enda janúar á góðu nótunum ;)
Við erum orðin spennt að koma heim og fá knús frá ættingjum og vinum, bara rúmir tveir mánuðir!!

Ég lét fylgja með nokkrar myndir frá Instagram :)




Wednesday, January 22, 2014

Fyrsti snjórinn


Hérna er Emil kominn með snjó á vettlingana sína...!

.... þannig að hann tekur vettlingana af...

... síðan vildi hann bara láta halda á sér...

Isak aðeins sáttari með snjóinn :)

Í lok síðustu viku fengum við fyrsta snjóinn þennan veturinn... við foreldrarnir fórum beint að kaupa snjóþotur handa prinsunum okkar. 
En það sýndi sig svo um helgina að við vorum spenntari fyrir snjónum og snjóþotunum heldur en E&I :/ Emil vill helst ekki labba í snjónum, honum er bara svo illa við snjóinn..... og ef það kemur smá snjór á vettlingana hans þá tekur hann þá af med det samme....hahaha :)
Isak er ekki eins illa við snjóinn en vill bara frekar vera inni að leika en úti í þessum mikla snjó!! ég vona að þeir eigi nú eftir að taka við sér og næsta vetur verði þeir alveg vitlausir í að fara út að bruna :)




Tuesday, January 21, 2014

EM 2014 // Ísland - Ungverjaland






Við frænkur fórum á leik Íslands og Ungverjalands í síðustu viku :) Þetta var geggjuð upplifun, þar sem stemmingin hjá íslendingunum í höllin var mikil!
Íslendingarnir hittust á bar niðrí bæ fyrir leikinn, þar sem farið var yfir öll stuðningslögin og hrópin :) Þar hittum við fullt af hressum Eyjamönnum, sem voru fremstir í flokki að skapa stemminguna ;)

Takk elsku Eyrún fyrir að hafa komið í heimsókn til okkar, það var svo gaman að hafa þig :)


Ef þið eruð ekki búin að sjá videoið með þjóðsöngnum... þá er það hérna að ofan :) Við látum ekkert stoppa okkur.... ;) 
ÍSLAND BEST Í HEIMI 

Á morgun er það svo leikur Íslands og Danmerkur þar allir á mínu heimili munu segja 
ÁFRAM ÍSLAND !!! ;)



Friday, January 10, 2014

***



Við erum komin í helgargírinn og ætlum að hafa það notalegt um helgina.... erum öll farin að sakna þess að vera saman eftir fyrstu heilu vinnuvikuna eftir langt jólafrí :)
Ég geri ráð fyrir því að prinsarnir á okkar heimili vilji kúra með okkur í sófanum og horfa á Madagascar.

Og fyrst við erum að tala um að hafa það notalegt um helgina langar mig að mæla með handa ykkur kæru lesendur extra löngum sængum (140x220cm). Ég keypti um daginn nýjar sængur handa mér og Jacobi með extra lengd og við höfum nánast ekki talað um neitt annað en hversu mikil snilld það sé að geta haft sængina vel yfir öxl og á sama tíma vel pakkað undir fæturnar!! ;) Þannig ef þú ert að spá í að kaupa nýjar sængur á næstunni þá mæli ég með að þú hafir þetta í huga :) 


Thursday, January 9, 2014

Prins Vincent og Prinsessa Josephine - 3 ára





Í gær fögnuðu Danir þriggja ára afmæli tvíburanna í konungshöllinni.

Vincent og Josephine eru börn Kronprinsins Frederik og Kronprinsessu Mary.
Þessi sæta fjölskylda sést stundum í fötum frá íslenskum merkjum :)


Mary í Cintamani jakka

Eldri bróðir tvíburanna í 66 Norður flíspeysu

Kronprinsessa Mary i vesti frá 66 Norður


Tvíburadagbókin óskar tvíburunum Vincent og Josephine til hamingju með afmælið ;)



Saturday, January 4, 2014

Gleðilegt nýtt ár // 2014



Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir samfylgdina á Tvíburadagbókinni 2013 :)

2014 lítur út fyrir að verða spennandi ár fyrir okkur litlu fjölskylduna í DK. 
Þar sem ný vinna og fullt af ferðalögum eru á dagskránni hjá okkur :)

En við byrjum árið á að fylgjast með EM í handbolta, þar sem Ísland mun spila hér í Álaborg :)
ÁFRAM ÍSLAND!!



Thursday, January 2, 2014

Íslenskt Jólaball

Þeir fengu mandarínur frá jólasveinunum.

Mér tókst að leiða þá báða í 10 sek. ;)

Emil í stuði

Meiri piparkökur!!

Vinirnir saman á jólaballi :)
Isak, Emil, Andrea Rós, Agnetha Ýr & Tómas Andri

Við fórum á jólaball hjá íslendingafélaginu í Álaborg milli jóla og nýárs, þar sem sungin voru íslensk jólalög og íslenskir jólasveinar komu :)

Mikið stuð var á þeim bræðrum þegar þeir hlupu um og léku sér með öllum krökkunum :) Einnig borðuð þeir heila helling af piparkökum og það eina sem ég heyrði var "meira, meira, meira" :)

Vonandi hafið þið átt gleðileg jól og að nýja árið leggist vel í ykkur!