Fyrir tæpum tveimur vikum síðan fór ég til Köben til að fagna stórum áfanga með Ernu vinkonu :) Hún var að útskrifast sem læknir og nokkrum dögum áður varð hún þrítug. Þetta stóra tilefni nýtti ég mér til að fara í tveggja daga orlof frá strákunum mínum. Það var yndislegt að geta nýtt tímann með vinkonunum og hlaða batteríin, með því að hafa möguleika á því að sofa út og borða í ró og næði ;)
Um daginn var ég að fara yfir myndirnar í símanum mínum og fann ca 10 stk af sjálfsmyndum af þeim bræðrum sem þeir hafa tekið sjálfir einhvern morguninn á meðan ég var að búa til hafragrautinn
þeirra ;) svona myndir bræða alveg mömmuhjartað í mér. Það að fá að upplifa gleðina sem þeir fá af hvor öðrum og að sjá hvernig vináttan þeirra vex með hverri vikunni sem líður, er eitthvað svo miklu meira og sterkara en ég hafði ímyndað mér :)
Mamma og Stína komu í heimsókn til okkar um daginn. Mamma gaf strákunum gítar sem þeir eru nánast ekki búnir að láta af hendi síðan, við erum að tala um að gítarinn er það fyrsta sem þeir spyrja um þegar þeir vakna á morgana. Og svo er spilað og sungið allan daginn, uppáhalds lagið þeirra Kalli litli könguló :)
No comments:
Post a Comment