Um helgina fengum við Sollu & Davíð í heimsókn. Þau fengu aðeins betra veður núna heldur en fyrir ári síðan þegar þau komu ;) núna gætum við allavega sólað okkur í garðinum og notið okkar í ekta sumarveðri. En ekki eins og í fyrra þegar við fórum ekki út nema í góðum vindjökkum ;)
Jacob og Davíð settu um "hlið" í garðinum okkar svo við gátum slappað af án þess að E&I strykju í burtu ;) Þeir stóðu mestan tíman við hliðið og horfðu á grasið sem þeim fannst mikið "grænna" hinum megin ;)
Emil komst inní eldhússkápinn og náði sér í suðusúkkulaði!! hann var alsæll með þetta enda fyrsta skiptið sem hann smakkar súkkulaði ;) eins og myndin sýnir þá var súkkulaði útum allan haus á honum. Isak naut síðan góðs af þessu því hann fékk smakk frá bróður sínum ;)
Isak sjarmatröll :)
"að hátta klukkan átta" er ekki eitthvað sem þessir tveir eru tilbúnir í!! Þeir eru í fullu fjöri langt fram á kvöld. Enda ekki leiðinlegt að hafa leikfélaga allar stundir ;) Ef þið eigið 9+ mánaða barn þá mæli ég eindregið með svona vögnum eins og strákarnir sitja í á myndinni. Þegar ég keypti þessa vagna þá var ég ekki viss um að ég ætti að kaupa einn eða tvo! sem betur fer keypti ég tvo því þetta er aðal sportið núna að labba með vagninn, sitja í honum, skiptast á að sitja og keyra og svo er líka hægt að leggja vagninn á hliðina og snúa hjólunum!! s.s. algjört hitt :)