Thursday, May 15, 2014

Síðustu vikur í myndum....


Við héldum uppá afmæli Jacobs með því að kíkja í dýragarðinn... E&I fá allan dýra- og sveitaáhuga beint frá pabba sínum :) En þetta fylgir því að vera strákamamma.... traktorar, bílar, dekk, dýr ofl.






Strákarnir mínir voru einu börnin með húfur.... mér fannst ekki vera orðið 
alveg nógu heitt fyrir svona "hárlausa" kolla og ekki komið hádegi ;)




Eitt af því sem hefur verið að færast í aukana hjá mér síðustu ár og þá sérstaklega eftir að ég eignaðist strákana mína, er að versla það sem okkur vantar á netinu :) Ég hef bara ekki sama frítíma og hérna áður fyrr að skjótast í bæinn, þó að mér finnist það voðalega skemmtilegt að kíkja í búðir :) En stundum stend ég í þeim sporum að mig vantar nýja stærð af gummístígvélum fyrir strákan mína og þá helst á morgun því það spáir rigningu.... og þá er ekkert betra en að geta verslað á netinu og fengið það sent til mín daginn eftir :) Ég hef einnig tekið eftir því að það er heldur betur að aukast úrvalið af netverslunum á Íslandi, sem er bara frábært :) Vonandi að þið verðið jafn ánægð með að verlsa á netinu eins og ég ;)

Ég er á leiðinni í svo margar veislur á næstu einum og hálfum mánuði að ég nýtti mér tækifærið og keypti mér nýjan kjól (þó ekki á netinu ;) ) Er svo ánægð með hann og hlakka orðið til að nýta hann í allar veislurnar sem ég er að fara í :)


Hvað leynist í þínum vasa??




.... ég reikna með að ég sé ekki eina mamman sem finnur duddur í vasanum á jakkanum sínum í vinnunni :) Er ég nokkuð ein um þetta??
Ég hlakka svo til að sækja prinsana mína í vöggustofuna á eftir, því það er langt helgarfrí hjá okkur um helgina....s.s. frí á morgun :) Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum eyða miklum tíma í að hoppa á trampólíninu okkar.... því þeir bræður segja á hverjum degi þegar við komum heim "hobbh, hobbh" :)

Góða helgi til ykkar allra og Áfram ÍBV :)



Monday, May 5, 2014

Remember...



Þessi skilaboð drakk ég í mig með kaffibollanum í morgun!! 
Þar sem mér finnst ekki vera nógu margir klukkutímar í sólahringum þessa dagana 
til að ég nái öllu því sem þarf að gera! :)




Thursday, May 1, 2014

Á Íslandi...

Atli Dagur & Ragna Malen tilbúin fyrir myndatökuna :)

Edda vinkona búin að gefa Isak, Rögnu Malen & Emil gotteri í skál :)

Besta myndin sem ég náði af yndislega barnahópnum okkar :)

Emil & traktorinn sem keyrir sjálfur! 

Isak með vörubíl fullann af dýrum :)

Emil & Isak hittu vini sína, og þeim leiddist ekkert að fá að leika með þeim :) Ragna Malen og Rakel María eiga svo mikið af skemmtilegu dóti... en hápunkturinn var traktorinn sem keyrir sjálfur (sjá Emil á mynd fyrir ofan)
Við vildum reyna að ná hópmynd af yndislegu börnunum okkar, það var minnsta málið að fá stærstu börnin til að stilla sér upp og brosa eins og þið sjáið á fyrstu myndinni :) Það gekk ekki eins vel að fá þau yngstu með, þannig að Edda vinkona kom með litlar skálar með rúsínum og Cheerios-i í, þannig að þetta "reddaðist".... en enginn kíkti í myndavélin heldur allir ofan í skálarnar ;)
Okkur hlakkar til að hitta ykkur aftur í sumar :) 



Emil & Isak skemmtu sér einnig konunglega þegar við vorum í heimsókn hjá Möttu frænku, þar sem Gunnar Bjarki spilaði á gítarinn :)