Thursday, May 15, 2014

Síðustu vikur í myndum....


Við héldum uppá afmæli Jacobs með því að kíkja í dýragarðinn... E&I fá allan dýra- og sveitaáhuga beint frá pabba sínum :) En þetta fylgir því að vera strákamamma.... traktorar, bílar, dekk, dýr ofl.






Strákarnir mínir voru einu börnin með húfur.... mér fannst ekki vera orðið 
alveg nógu heitt fyrir svona "hárlausa" kolla og ekki komið hádegi ;)




Eitt af því sem hefur verið að færast í aukana hjá mér síðustu ár og þá sérstaklega eftir að ég eignaðist strákana mína, er að versla það sem okkur vantar á netinu :) Ég hef bara ekki sama frítíma og hérna áður fyrr að skjótast í bæinn, þó að mér finnist það voðalega skemmtilegt að kíkja í búðir :) En stundum stend ég í þeim sporum að mig vantar nýja stærð af gummístígvélum fyrir strákan mína og þá helst á morgun því það spáir rigningu.... og þá er ekkert betra en að geta verslað á netinu og fengið það sent til mín daginn eftir :) Ég hef einnig tekið eftir því að það er heldur betur að aukast úrvalið af netverslunum á Íslandi, sem er bara frábært :) Vonandi að þið verðið jafn ánægð með að verlsa á netinu eins og ég ;)

Ég er á leiðinni í svo margar veislur á næstu einum og hálfum mánuði að ég nýtti mér tækifærið og keypti mér nýjan kjól (þó ekki á netinu ;) ) Er svo ánægð með hann og hlakka orðið til að nýta hann í allar veislurnar sem ég er að fara í :)


No comments:

Post a Comment