Þegar ég gekk með Emil&Isak þá vildu flest allir sem ég hitti koma með góð ráð fyrir mig verðandi tvíburamömmu, því í flestra augum var ég að fara að takast á við risa stórt verkefni. Flestir ef ekki allir sögðu mér að það mikilvægasta væri ef þeir myndu sofa á sama tíma, sem ég var alveg sammála og ætla mér að reyna að koma þeim inná í framtíðinni. En núna sofa þeir mis mikið á daginn og ekki alltaf á sama tíma og mér finnst það svo gefandi því þá hef ég tíma með þeim sem er vakandi hverju sinni og sá fær fulla athygli frá mér. En sem betur fer fara þeir að sofa á sama tíma á næturnar og vakna yfirleitt á sama tíma á morgnana þó svo að Emil finnist voða gott að sofa frameftir á morgnana :)
Hérna erum við Emil að gera húsverkin á meðan Isak sefur :) |
Ég er alveg að elska þessa BabyBjörn poka sem við keyptum handa þeim, við þeytumst alltaf um allt hús með þá framan á okkur og við með báðar hendur fríar og þeir ELSKA að vera "með" :)
x x x
-hgg
No comments:
Post a Comment