Saturday, December 22, 2012

Nisse Emil & Isak







Hohoho

Þessir litlu sætu jólasveinar óska ykkur gleðilegrar hátiðar :)

Það spáir snjóstormi hérna á morgun 
þannig að við ætlum að leggja snemma af stað í sveitina 
til að komast örugglega og 
ekki að þurfa að sitja föst í skafli með tvo litla jólasveina ;)


x x x
-hgg




Thursday, December 20, 2012

Jólafrí

Aðeins 4 dagar til jóla :) og 1 vinnudagur í jólafrí :)
Já ég tel líka vinnudagana niður því þá mun Jacob
vera heima allan daginn með fjölskyldunni sinni
sem hann hefur aðeins gert um helgar til þessa :)
Þannig að okkur öllum hlakkar mikið til
að geta eytt tímanum saman sem fjölskylda
næstu 3 vikurnar,
inní þessum 3 vikum er svo líka Íslands ferð :)

E&I eru orðnir mjög spenntir að hitta alla vini og ættingja á Íslandi :)

Við fengum að vita í dag að pósturinn er búinn að týna vegabréfum strákanna!!
þannig að á morgun munum við fara og fá flýtivegabréf
fyrir þá til að allir pappírar séu á hreinu þegar við mætum í flugið ;)

Annars er útlit fyrir hvít jól hjá okkur hér í DK :)


x x x 
-hgg






Sunday, December 16, 2012

Sunnudags brunch ;)





Emil & Isak að borða sunnudags brunch-inn sinn ;)

Gleði Gleði Gleði.... :)

Þessi litlu krútt haldast í hendur við hvert tækifæri sem gefst <3





x x x
-hgg



Thursday, December 13, 2012







Þegar ég bjó á Íslandi föndraði ég fyrir hverja aðventu 
minn eigin aðventukrans 
og hafði hugsað mér að gera það sama í ár. 
En þar sem ekki er mikið um auka tíma hjá mér 
til að dúlla mér við föndur 
þá varð aðventur kransinn sá allra einfaldasti í ár :)
Gler bakkinn er frá BK gler 
sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu 
fyrir nokkrum árum síðan, 
kertin eru frá IKEA 
og könglana týndi ég einn haustdaginn þegar við fjölskyldan 
vorum í göngu í fallega haustveðrinu.

Í síðustu viku fórum við svo útí skóg til að velja okkur jólatré, 
ég var alveg tilbúin í þetta verkefni 
og ætlaði mér að finna stærsta og fallegsta jólatréð í skóginum, 
alveg sama hvort það kæmist inn hjá okkur.... stórt átti það að vera!!! 
Jacob talaði um að það gæti líka verið fallegt og kózý að hafa lítið jólatré. 
Ég var ekki ennþá að kaupa það... lítið jólatré!! 
Þegar hann nefndi svo að við ættum ekki 
eina einustu jólakúlu til að setja á jólatréð okkar... 
þá smþykkti ég litla sæta kózý jólatréð 
og endaði þetta með því að við fengum minnsta jólatréð í skóginum ;) 
Ljónið í mér vill bara svo oft fara ALL-IN í hlutina ;)

x x x
-hgg




Wednesday, December 12, 2012

20 tær & 20 fingur




Í síðustu viku fengum við myndirnar úr prentun 
frá myndatökunni sem við fórum með strákana í
þegar þeir voru 5 vikna. 
Ég lét stækka 4 myndir, 
sem fara uppá vegg hjá okkur :)
Ég er alveg að elskan þessa tásumynd 
og krúttlegu hendurnar þeirra sem eru bara svo litlar þarna :)
Núna þarf ég bara að finna hin fullkomna stað 
fyrir þessar fullkomnu myndir :) 
Gæti ekki beðið um betri fyrirsætur heldur en 
þessar elskur til að hafa uppá vegg hjá mér...
Það eru einnig fleiri myndir sem ég þarf að finna pláss fyrir... 
og reikna ég með að innan skams verði heimilið mitt 
fullt af myndum af gullmolunum mínum  ;)

x x x
-hgg


Monday, December 10, 2012

TrippTrapp bræður :)





Þessir tveir eru byrjaðir að fá graut 2x á dag 
og var því tilvalið að setja stólana þeirra saman í gær :)
Þannig að núna get ég skóflað graut uppí þá báða í einu ;)
Þeim finnst grauturinn svo góður sem ég bý til 
að mér líður eins og kokki frá NOMA ;)


x x x
-hgg



Thursday, December 6, 2012





Eins og svo oft þá um daginn tók ég mynd af E&I 
til að senda Jacob þar sem hann var í vinnunni. 
Þeir stilltu sér svona pent upp fyrir mig á meðan ég tók myndina, 
svo þegar ég var búin að senda Jacob mail...



...þá var Emil ennþá á sama stað, 
en bara að borða á sér hendina 
og Isak búinn að snúa sér við 
í leit af einhverju meira spennandi ;)


Það verður fjör þegar þeir fara af stað, skríðandi, labbandi, hlaupandi!!! ;)

x x x
-hgg