Móðurhlutverkið er án efa stærta hlutverk sem ég hef tekið að mér. Því það þýðir ekkert að sofna á verðinum og ábyrgðin er alfarið í höndum foreldranna. Eftir að hafa menntað mig í háskóla í fimm ár, þá hefur það aldrei verið planið að verða heimavinnandi eða í 50% starfi, því er ég alltaf að reyna að finna rétta jafnvægið á milli 100% vinnu og heimilis.
Eitt af því sem ég og Jacob tókum upp fyrir nokkrum vikum síðan, var að við myndum hvort taka eitt barn og eyða með því klukkutíma, þar sem þeir myndu þá njóta fullrar athygli frá okkur og ekki þrufa að deila henni eða keppast um hana með neinum :) Ég og Emil skruppum aðeins í bæinn að græja síðustu hlutina fyrir Íslandsheimsókn á meðan Jacob og Isak fóru og versluðu í matinn. Þarna rölti ég um bæinn með tvíburakerruna mína með aðeins eitt barn í..... mér fannst þetta pínu skrítið!! og sérstaklega þegar ég mætti hóp af tvíburamömmum sem allar voru með yndislegu tvíburana sína :)
Ég og Emil áttum yndislegan tíma saman.... þar sem hann naut sín í botn og fékk leifi til að gera margt sem ekki er hægt þegar ég er ein með þá báða, eins og að fara aðeins úr kerrunni á meðan við vorum að versla :)
Næst á ég deit með Isaki og hlakkar mig mikið til :)
Mig langar einnig að mæla með þessu fyrir aðra, hvort sem það eru tvíburar, þríburar eða systkini, ég held að öll börn og foreldrar hafi gott af smá tíma saman í ró og næði :)