Wednesday, April 30, 2014

Emil & mamma á deiti






Móðurhlutverkið er án efa stærta hlutverk sem ég hef tekið að mér. Því það þýðir ekkert að sofna á verðinum og ábyrgðin er alfarið í höndum foreldranna. Eftir að hafa menntað mig í háskóla í fimm ár, þá hefur það aldrei verið planið að verða heimavinnandi eða í 50% starfi, því er ég alltaf að reyna að finna rétta jafnvægið á milli 100% vinnu og heimilis. 
Eitt af því sem ég og Jacob tókum upp fyrir nokkrum vikum síðan, var að við myndum hvort taka eitt barn og eyða með því klukkutíma, þar sem þeir myndu þá njóta fullrar athygli frá okkur og ekki þrufa að deila henni eða keppast um hana með neinum :) Ég og Emil skruppum aðeins í bæinn að græja síðustu hlutina fyrir Íslandsheimsókn á meðan Jacob og Isak fóru og versluðu í matinn. Þarna rölti ég um bæinn með tvíburakerruna mína með aðeins eitt barn í..... mér fannst þetta pínu skrítið!! og sérstaklega þegar ég mætti hóp af tvíburamömmum sem allar voru með yndislegu tvíburana sína :)
Ég og Emil áttum yndislegan tíma saman.... þar sem hann naut sín í botn og fékk leifi til að gera margt sem ekki er hægt þegar ég er ein með þá báða, eins og að fara aðeins úr kerrunni á meðan við vorum að versla :)
Næst á ég deit með Isaki og hlakkar mig mikið til :)

Mig langar einnig að mæla með þessu fyrir aðra, hvort sem það eru tvíburar, þríburar eða systkini, ég held að öll börn og foreldrar hafi gott af smá tíma saman í ró og næði :)





Friday, April 25, 2014

Í fréttunum...



Við litla fjölskyldan birtumst í fréttunum á RÚV á páskadag þar sem við vorum í páska guðsþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum :) E&I elska dýr og að syngja (reyndar er traktor að taka yfirhöndina á öllu þessa dagana) þannig að við eyddum fyrrihluta páskadags að skoða dýrin og enduðum svo á skemmtilegri páska guðsþjónustu inní tjaldi á svæðinu þar sem var sungið og dansað :)

Það er svo yndislegt að upplifa nýja hluti með strákunum mínum :)

Vonandi eigið þið góða helgi



Thursday, April 24, 2014

Medina á Íslandi


   

              


Medina vinkona min var einnig á Íslandi um páskana ;) hún setti inn nokkrar myndir á instagram !! 
Medina er ein af þekktustu söngkonum í Danmörku. Það er á planinu mínu að fara á tónleika með henni... spurningin er bara hvort ég nái að draga Jacob með mér ;)
Fyrir ykkur sem ekki þekkið hana þá er þetta hérna nýjasta lagið hennar Jalousi :)




Wednesday, April 23, 2014

Heim.....



Við Seljalandsfoss <3

E&I eyða orkunni á milli fluga með því að hlaupa langa ganga :)


Við erum komin heim, eftir langan ferðadag með millilendingu í Køben :)



Wednesday, April 2, 2014

Gul, gul, gul er gula appelsínan....


Mini Rodini - Hér
Zara - Hér
Hunter - Hér
Andarunginn.is - Hér


Fjallraven mini - Hér

Ég held að sólin sem er búin að vera svo dugleg að skína hérna í DK uppá síðkastið, sé að hafa mikil áhrif á litaval mitt ;) Núna leita ég öll kvöld af sumarjakka handa strákunum og það eina sem mig langar í er GULUR jakki. Mér finnst þessi frá Mini Rodini æðislegur, en ég er eins og flestar konur.... kaupi ekki það fyrsta sem ég sé... heldur þarf ég að skoða alla möguleika vel og vandlega ;) Einnig langar mig að ath hvort ég finni eitthvað fallegt á Íslandi. 
Getið þið mælt með verslunum á Íslandi, sem selja falleg barnaföt?




Tuesday, April 1, 2014

Dýraplatköt inní barnaherbergi.







Ég rakst á þessar fallegu myndir á netinu í dag frá The Animal Print Shop. Ég væri alveg til í gíraffann, sebraestinn og ljónið inní herbergið hjá E&I ;)

Ég er allavega búin að geyma linkinn, það er fyrsta skrefið ;)