Thursday, July 10, 2014

Hitabylgja.....







Það er hitabylgja hjá okkur í Danmörku, þar sem hitinn fór yfir 30 gráður í gær! Við eyðum öllum okkar stundum eftir vinnu úti. Í gær þegar við sóttum strákana í vöggustofuna voru þeir á samfellunum einum saman, ég hafði fundið til stuttbuxur og stuttermaboli um morguninn en það var einfaldlega of heitt fyrir soddan klæðnað ;) 

Við litla hvíta fjölskyldan erum öll vel klístruð inní sólarvörn þessa dagana sem gefur líka þennan fína glans í andlitið ;) Við mælum með þessu fyrir alla svo við séum ekki þau einu sem glönsum eins og sætabrauð úr bandarísku bakaríi ;)

Ég er byrjuð að pakka niður í huganum fyrir Íslandsferðina okkar og það fyrsta sem komið er á listann er vetrarúlpa, vettlingar, húfa, regngallar, stígvél ofl í þeim dúr.... ég vona að við höfum pláss fyrir sólina og hitann í töskunum og að við tökum hana með okkur til Íslands :)


Monday, July 7, 2014

Myndir frá Júní






Fyrir tæpum tveimur vikum síðan fór ég til Köben til að fagna stórum áfanga með Ernu vinkonu :) Hún var að útskrifast sem læknir og nokkrum dögum áður varð hún þrítug. Þetta stóra tilefni nýtti ég mér til að fara í tveggja daga orlof frá strákunum mínum. Það var yndislegt að geta nýtt tímann með vinkonunum og hlaða batteríin, með því að hafa möguleika á því að sofa út og borða í ró og næði ;)





Dönum finnst ekkert betra en að grilla heilan grís á sumrin.... Og er þetta voðalega hugguleg stemming í kringum þetta allt saman, sérstaklega þegar sólin skín og hvítvínið er komið í glas :)



Um daginn var ég að fara yfir myndirnar í símanum mínum og fann ca 10 stk af sjálfsmyndum af þeim bræðrum sem þeir hafa tekið sjálfir einhvern morguninn á meðan ég var að búa til hafragrautinn 
þeirra ;) svona myndir bræða alveg mömmuhjartað í mér. Það að fá að upplifa gleðina sem þeir fá af hvor öðrum og að sjá hvernig vináttan þeirra vex með hverri vikunni sem líður, er eitthvað svo miklu meira og sterkara en ég hafði ímyndað mér :)



Mamma og Stína komu í heimsókn til okkar um daginn. Mamma gaf strákunum gítar sem þeir eru nánast ekki búnir að láta af hendi síðan, við erum að tala um að gítarinn er það fyrsta sem þeir spyrja um þegar þeir vakna á morgana. Og svo er spilað og sungið allan daginn, uppáhalds lagið þeirra Kalli litli könguló :)



Wednesday, June 18, 2014

Síðustu mánuðir...











Veðrið er einfaldlega búið að vera ótrúlega gott hjá okkur síðustu 2 mánuðina.... við erum að tala um 20 gráður plús, nánast uppá hvern einasta dag.... gróðurinn er þurr og allir fjölskyldumeðlimir eru orðinir vel útiteknir :)

Þetta þýðir að ég hef nánast ekki opnað tölvuna mína, nema á vinnu tíma :) 

Ég er einfaldlega að elska þetta sumar :) það er einhvernveginn búið að vera svo yndislegt.... og það er rétt að byrja :) Kannski að það hjálpi til að Jacob smíðaði grindverk í garðinum okkar til að loka honum af, þannig að við getum slappað af með börnin með okkur.... ekki eins og áður var þegar við vorum alltaf á vaktinni og að passa uppá að þeir bræður myndu ekki hlaupa út á götu.

Myndirnar hérna að ofan eru frá síðustu mánuðum! Strákarnir eru s.s. búnir að smakka bæði ís og kókómjólk. Emil er alveg óður í ís í vél og þeim báðum finnst voða gott að fá nýja bollu úr bakaríinu og kókómjólk með. Það leifum við okkur stundum um helgar þegar við förum og verlsum í matinn :)


Markmiðið mitt í sumar er að ná góðri mynd að þeim bræðrum saman!!! spurning hvort að það takist ;) Mér finnst ég ekki búin að ná góðri mynd af þeim saman síðan áður en þeir byrjuðu að skríða.... ;)



Thursday, May 15, 2014

Síðustu vikur í myndum....


Við héldum uppá afmæli Jacobs með því að kíkja í dýragarðinn... E&I fá allan dýra- og sveitaáhuga beint frá pabba sínum :) En þetta fylgir því að vera strákamamma.... traktorar, bílar, dekk, dýr ofl.






Strákarnir mínir voru einu börnin með húfur.... mér fannst ekki vera orðið 
alveg nógu heitt fyrir svona "hárlausa" kolla og ekki komið hádegi ;)




Eitt af því sem hefur verið að færast í aukana hjá mér síðustu ár og þá sérstaklega eftir að ég eignaðist strákana mína, er að versla það sem okkur vantar á netinu :) Ég hef bara ekki sama frítíma og hérna áður fyrr að skjótast í bæinn, þó að mér finnist það voðalega skemmtilegt að kíkja í búðir :) En stundum stend ég í þeim sporum að mig vantar nýja stærð af gummístígvélum fyrir strákan mína og þá helst á morgun því það spáir rigningu.... og þá er ekkert betra en að geta verslað á netinu og fengið það sent til mín daginn eftir :) Ég hef einnig tekið eftir því að það er heldur betur að aukast úrvalið af netverslunum á Íslandi, sem er bara frábært :) Vonandi að þið verðið jafn ánægð með að verlsa á netinu eins og ég ;)

Ég er á leiðinni í svo margar veislur á næstu einum og hálfum mánuði að ég nýtti mér tækifærið og keypti mér nýjan kjól (þó ekki á netinu ;) ) Er svo ánægð með hann og hlakka orðið til að nýta hann í allar veislurnar sem ég er að fara í :)


Hvað leynist í þínum vasa??




.... ég reikna með að ég sé ekki eina mamman sem finnur duddur í vasanum á jakkanum sínum í vinnunni :) Er ég nokkuð ein um þetta??
Ég hlakka svo til að sækja prinsana mína í vöggustofuna á eftir, því það er langt helgarfrí hjá okkur um helgina....s.s. frí á morgun :) Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum eyða miklum tíma í að hoppa á trampólíninu okkar.... því þeir bræður segja á hverjum degi þegar við komum heim "hobbh, hobbh" :)

Góða helgi til ykkar allra og Áfram ÍBV :)



Monday, May 5, 2014

Remember...



Þessi skilaboð drakk ég í mig með kaffibollanum í morgun!! 
Þar sem mér finnst ekki vera nógu margir klukkutímar í sólahringum þessa dagana 
til að ég nái öllu því sem þarf að gera! :)




Thursday, May 1, 2014

Á Íslandi...

Atli Dagur & Ragna Malen tilbúin fyrir myndatökuna :)

Edda vinkona búin að gefa Isak, Rögnu Malen & Emil gotteri í skál :)

Besta myndin sem ég náði af yndislega barnahópnum okkar :)

Emil & traktorinn sem keyrir sjálfur! 

Isak með vörubíl fullann af dýrum :)

Emil & Isak hittu vini sína, og þeim leiddist ekkert að fá að leika með þeim :) Ragna Malen og Rakel María eiga svo mikið af skemmtilegu dóti... en hápunkturinn var traktorinn sem keyrir sjálfur (sjá Emil á mynd fyrir ofan)
Við vildum reyna að ná hópmynd af yndislegu börnunum okkar, það var minnsta málið að fá stærstu börnin til að stilla sér upp og brosa eins og þið sjáið á fyrstu myndinni :) Það gekk ekki eins vel að fá þau yngstu með, þannig að Edda vinkona kom með litlar skálar með rúsínum og Cheerios-i í, þannig að þetta "reddaðist".... en enginn kíkti í myndavélin heldur allir ofan í skálarnar ;)
Okkur hlakkar til að hitta ykkur aftur í sumar :) 



Emil & Isak skemmtu sér einnig konunglega þegar við vorum í heimsókn hjá Möttu frænku, þar sem Gunnar Bjarki spilaði á gítarinn :)


Wednesday, April 30, 2014

Emil & mamma á deiti






Móðurhlutverkið er án efa stærta hlutverk sem ég hef tekið að mér. Því það þýðir ekkert að sofna á verðinum og ábyrgðin er alfarið í höndum foreldranna. Eftir að hafa menntað mig í háskóla í fimm ár, þá hefur það aldrei verið planið að verða heimavinnandi eða í 50% starfi, því er ég alltaf að reyna að finna rétta jafnvægið á milli 100% vinnu og heimilis. 
Eitt af því sem ég og Jacob tókum upp fyrir nokkrum vikum síðan, var að við myndum hvort taka eitt barn og eyða með því klukkutíma, þar sem þeir myndu þá njóta fullrar athygli frá okkur og ekki þrufa að deila henni eða keppast um hana með neinum :) Ég og Emil skruppum aðeins í bæinn að græja síðustu hlutina fyrir Íslandsheimsókn á meðan Jacob og Isak fóru og versluðu í matinn. Þarna rölti ég um bæinn með tvíburakerruna mína með aðeins eitt barn í..... mér fannst þetta pínu skrítið!! og sérstaklega þegar ég mætti hóp af tvíburamömmum sem allar voru með yndislegu tvíburana sína :)
Ég og Emil áttum yndislegan tíma saman.... þar sem hann naut sín í botn og fékk leifi til að gera margt sem ekki er hægt þegar ég er ein með þá báða, eins og að fara aðeins úr kerrunni á meðan við vorum að versla :)
Næst á ég deit með Isaki og hlakkar mig mikið til :)

Mig langar einnig að mæla með þessu fyrir aðra, hvort sem það eru tvíburar, þríburar eða systkini, ég held að öll börn og foreldrar hafi gott af smá tíma saman í ró og næði :)





Friday, April 25, 2014

Í fréttunum...



Við litla fjölskyldan birtumst í fréttunum á RÚV á páskadag þar sem við vorum í páska guðsþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum :) E&I elska dýr og að syngja (reyndar er traktor að taka yfirhöndina á öllu þessa dagana) þannig að við eyddum fyrrihluta páskadags að skoða dýrin og enduðum svo á skemmtilegri páska guðsþjónustu inní tjaldi á svæðinu þar sem var sungið og dansað :)

Það er svo yndislegt að upplifa nýja hluti með strákunum mínum :)

Vonandi eigið þið góða helgi



Thursday, April 24, 2014

Medina á Íslandi


   

              


Medina vinkona min var einnig á Íslandi um páskana ;) hún setti inn nokkrar myndir á instagram !! 
Medina er ein af þekktustu söngkonum í Danmörku. Það er á planinu mínu að fara á tónleika með henni... spurningin er bara hvort ég nái að draga Jacob með mér ;)
Fyrir ykkur sem ekki þekkið hana þá er þetta hérna nýjasta lagið hennar Jalousi :)