Thursday, January 31, 2013

Baby Led Weaning // Barnið borðar sjálft


Photo: www.amazon.com

Ég er að kynna mér aðferðina "Baby Led Weaning" sem snýst um að barnið borðar sjálft. 
Stefnan er að byrja um helgina og ætla ég að nýta næstu daga í lesa mig til um aðferðina :)

Það er til facebook síða á íslensku sem heitir "Barnið borðar sjálft"

Ég læt ykku vita hvernig þetta fer... býst við að vera tilbúin með skúringarfötuna á kantinum, svona miða við hvernig ástandið er í borðstofunni eftir hverja máltíð þegar ég mata þá ;) 

Ef einhver er með reynslu og getur gefið mér góð ráð þá má senda mér línu á hannagg10@gmail.com :)

x x x
-hgg



Tuesday, January 29, 2013

Síðustu vikur....



Flækjufótur ;)


Isak duglegur að æfa sig


Emil er líka duglegur að æfa sig ;)


Matargötin mín og grautur útum allt ;)


... erum við mest megnis búin að eyða heima hjá okkur. Það hefur verið svo kalt að ég hef ekki viljað setja strákana mikið út í vagn (við erum að tala um -7 til 15 gráður). Þannig að við höfum bara haft það kózý heima í sokkabuxum og samfellum, æft okkur að sitja og E&I eru farnir að borða vel af mat ;) Ég hef svo aftur á móti drukkið mikið af te og kaffi, það er bara svo huggulegt í öllum þessum kulda ;)

x x x 
-hgg


Monday, January 28, 2013

Eftir tæpa 3 mánuði af minus tölum a vedurkortunum er von um hlýrri tíð framundan ;) eg ætla að vera voða bjartsýn og vona að vorið se hinu megin við hornið ;)

Friday, January 25, 2013

Að ferðast með 5 mánaða tvíbura

Isak hress eftir lúrinn sinn :)

Emil sofnaði á endanum :)




Áður en við flugum til Íslands núna í desember í fyrsta skipti með strákana, þá googlaði ég allt um að fljúga með ungabörn. Ég vildi vita um öll helstu trixin þar sem ég var frekar stressuð fyrir þessu ferðalagi. Ég er ekki vön að mikla það fyrir mér að fara með strákana mína eitthvað út, þar sem ég hugsa alltaf að ef allt fer á versta veg þá er bara drífa sig heim! sem hefur þó aldrei komið fyrir. En þarna var ég að fara að koma mér í aðstæðu þar sem möguleikinn um að drífa sig bara heim ef allt færi á versta veg var ekki í boði... heldur væri ég föst með tvö ungabörn inní flugi og á leiðinni ennþá lengra í burtu frá heimilinu mínu!! Ég deildi þessum áhyggjum mínum með Ernu vinkonu sem sagði mér frá því að hún hefði lesið á netinu af tvíburaforeldrum sem voru að fljúga í fyrsta skiptið með ungana sína, og þeir útbjuggu svona "goodiebag" með skilaboðum til allra þeirra sem sátu nálagt þeim í fluginu :) ég velti þessu alvarlega fyrir mér, hvort ég ætti líka að skella í einn góðan "goodiebag. En einhvernveginn varð ekkert úr því!! 
Flugið hjá okkur gekk ágætlega.... áttum í smá erfiðleikum með að fá þá til að sofa lúrinn sinn en eftir að það tókst þá urðu þeir mun hressari. En það tekur á að hafa ofan af svona sprækum peyjum og þegar við lentum loksins (vorum fjóran og hálfan tíma á leiðinni í staðinn fyrir þrjá tíma, vegna veðurs!!) vorum við jafn sveitt og eftir góðan spinning tíma ;) 


Hér að neðan er svo mynd af pokanum sem foreldarnir bjuggu til fyrir flugið sitt!! :) 
Getið lesið fréttina í heild sinni hér.



Photo: www.dailymail.co.uk



x x x
-hgg



Thursday, January 24, 2013

Winter Wonderland



Veðrið þann 24.01.2013


Fínu heimtilbúnu ullarsokkarnir (gömul mynd)

Það hefur verið svo kalt hjá okkur síðustu vikurnar að ég hef ekki lagt í það að setja litlu demantana mína út að sofa!! 

Í morgun er samt kaldasti dagurinn þennan veturinn myndi ég segja, mælirinn í bílnum sýndi -22 þegar Jacob fór í vinnu :/ það er gott að eiga hlý og góð föt á svona dögum. E&I eiga 3 sett af ullar/skíðaundirfötum sem hafa bókstaflega verið í notkun uppá nánast hvern einasta dag síðan í lok nóvember (fyrir utan þegar við vorum á Íslandi, þar var svo miklu hlýrra). Ullarfötunum er svo skellt í þvott á kvöldin og á ofninn svo að þau séu hrein og þurr næsta dag!! :)

Svo eru þeir svo heppnir að eiga þessa fínu heimatilbúnu ullarsokka sem hlýjar þeim á fótunum þenna veturinn ;) Mig er samt mikið farið að langa í góða göngutúra þessa dagana og hlakkar mig mikið til þegar fer að vora hjá okkur og ég get gengið bæinn endilangann með stóra tvíburavagninn minn ;)

Annars er ekkert annað í stöðunni heldur en að skella í einn góðan kaffi latte og vonast eftir góðu sumri ;)

x x x
-hgg 


Thursday, January 17, 2013

Jólagjafir // Bobles





Við liggjum oft eins ;)

E&I fengu þessa fínu leikmottu í jólagjöf, þessi motta er frá danska merkinu Bobles. Þeir framleiða alveg heilan helling af flottum leikföngum úr þessu sama efni og mottan. Öll leikföngin eru gerð fyrir breiðan aldurshóp og er gerð til að örva hreyfigetu barna. E&I voru svo heppnir að þeir fengu einnig krókudílinn (krokodille) og kjúklinginn (kylling) í jólagjöf. 
Ég get ekki séð á heimasíðunni þeirra að þessar vörur séu seldar á Íslandi. En fyrir áhugasama sem eru á ferðinni í DK þá fást þessar vörur t.d. í Magasin, Illum, Salling ofl.

Svo eftir allt pakka flóðið um jólin þá komst ég að því að þeim vantar einhverskonar dótakassa undir allt dótið sitt. Ég hafði hugsað mér box sem myndi passa vel inní stofuna hjá okkur og ekki væri verra ef að það myndi einnig passa inní neðsta hólfið á IKEA hyllunni okkar og myndi svo einnig ganga inní herberginu þeirra seinna þegar ég færi allt dótið þeirra þanngað inn :) Þennan bláa bala nota ég vanalega þegar ég tek þvottinn úr þvottavélinni og set yfir í þurrkarann ;) Eftir smá leit á netinu fann ég hinn fullkomna dótakassa. Það er norsk stelpa sem hannar dótakassa, nestisbox, púða og sængurver undir merkinu Sne Design. Dótakassana er hún með í nokkrum litum og með mismunandi printi á. Þessi hér að neðan er með mynd af gröfu á einni hliðinni og traktor á hinni. Dótakassinn passar svo akkúrat inní IKEA hylluna segir á heimasíðunni. 

photo: www.snedesign.com


Hérna er meira frá Sne Design :)






photos: www.snedesign.com





x x x
-hgg 






Tuesday, January 15, 2013

Mødregruppe :)


F.v. Isak, Sigrid, Otto, Vera & Emil


Frá því í gær :)
Á myndina vantar Veru sætu


Ég er svo heppin að hafa kynnst 3 alveg yndislegum stelpum hérna í Aalborg!! Við erum allar á svipuðum aldri, með okkar fyrstu börn og búum í sama hverfinu!! Frá því að börnin okkar voru 2 mánaða þá höfum við hisst 1x í viku, og fengið okkur kaffibolla :)

Fyrri myndin af ungunum okkar var tekin í haust og seinni myndin var tekin i gær :)  


x x x
-hgg


Ísland part 3









Þá erum við fjölskuldan komin aftur heim til DK eftir æðislegar vikur á Íslandi :) Það var alveg yndislegt að vera í fríi með fjölskyldunni... mamma mín var svo góð nokkra morgna að passa ungana þannig að við gátum lagt okkur!! já það kalla ég frí ;) Ekki í hverri viku sem við náum extra svefni ;) 

Við kvöddum svo jólasveinana í Eyjum, E&I sváfu það reyndar af sér eins og flest þessa hátíðina ;)

Nú er svo bara að koma þessum perlum í rútínuna sína aftur, því gott skipulag er það eina sem virkar þegar maður er með tvíbura... það erum við búin að komast að, eftir Íslandsferðina ;)

x x x
-hgg


Wednesday, January 9, 2013

<3

Elska að vera i fríi a íslandi með thessum peyjum :)

Sunday, January 6, 2013

Video // Skemmtikraftarnir Emil&Isak





Þessir tveir vita vel hvað first impression er mikilvægt ;) 
Hérna eru þeir alveg í essinu sínu, þegar amma hitti þá í fyrsta skiptið.

Það er aldrei leiðinlegt í kringum þessa skemmtikrafta ;)

Ég elska þessa tvo meira en allt <3

x x x 
-hgg


Ísland part 2

Með lang-ðmmu í fyrsta skiptið <3

A Kaffihúsi með ömmunum sínum :)


Lang-amma með langömmubörnin sín

Gunnar Karl frændi og Emil


Amma með fullt hús af gestum :)


Kolfinna frænka og Isak


Amma ánægð að vera með lang-ömmu strákana sína í heimsókn

Við héldum uppá nýja árið í faðmi fjölskyldunnar hér í Eyjum. Áramótin voru yndisleg, maturinn hjá Halla og Stínu klikkar aldrei og nóg var skotið upp  í Eyjum :)
Við erum ennþá í góðu yfirlæti hjá mömmu og njótum þess í botn að vera í fríi. Við erum búin að taka marga góða göngutúrana og slappa vel af, allt eins og það á að vera :)
x x x
-hgg




Ísland


Isak skemmti sér sjálfur á leiðinni til KBH ;)

Isak þreyttur á þessu langa ferðalagi til Islands

Nikulás frændi & Emil

Afi & Amma Bína með strákana sína

Tvíburar :)

Eftir langt ferðalag til Íslands þá var komið við í Reykjavík hjá pabba og co áður en haldið var áfram til Eyja.
.

x x x
-hgg





Fyrstu jólin











Fyrstu jól Emils & Isaks héldum við í sveitinni í Danmörku. Þar sem við borðuðum góðan mat, dönsuðum í kringum jólatréð og opnuðum FULLT af pökkum.... annað eins pakkaflóð sem fylgdi strákanum hef ég ekki séð ;) Þeir sváfu þetta samt mest allt af sér enda löngu komnir í háttinn ;)
Jacob fékk svo í gjöf CD til að læra íslensku... hann vill ekki að tvíburarnir geti lagt á ráðin á íslensku fyrir framan hann án þess að hann skilji :)

Vonandi áttuð þið yndisleg jól :)

x x x
-hgg