Við liggjum oft eins ;) |
E&I fengu þessa fínu leikmottu í jólagjöf, þessi motta er frá danska merkinu Bobles. Þeir framleiða alveg heilan helling af flottum leikföngum úr þessu sama efni og mottan. Öll leikföngin eru gerð fyrir breiðan aldurshóp og er gerð til að örva hreyfigetu barna. E&I voru svo heppnir að þeir fengu einnig krókudílinn (krokodille) og kjúklinginn (kylling) í jólagjöf.
Ég get ekki séð á heimasíðunni þeirra að þessar vörur séu seldar á Íslandi. En fyrir áhugasama sem eru á ferðinni í DK þá fást þessar vörur t.d. í Magasin, Illum, Salling ofl.
Svo eftir allt pakka flóðið um jólin þá komst ég að því að þeim vantar einhverskonar dótakassa undir allt dótið sitt. Ég hafði hugsað mér box sem myndi passa vel inní stofuna hjá okkur og ekki væri verra ef að það myndi einnig passa inní neðsta hólfið á IKEA hyllunni okkar og myndi svo einnig ganga inní herberginu þeirra seinna þegar ég færi allt dótið þeirra þanngað inn :) Þennan bláa bala nota ég vanalega þegar ég tek þvottinn úr þvottavélinni og set yfir í þurrkarann ;) Eftir smá leit á netinu fann ég hinn fullkomna dótakassa. Það er norsk stelpa sem hannar dótakassa, nestisbox, púða og sængurver undir merkinu Sne Design. Dótakassana er hún með í nokkrum litum og með mismunandi printi á. Þessi hér að neðan er með mynd af gröfu á einni hliðinni og traktor á hinni. Dótakassinn passar svo akkúrat inní IKEA hylluna segir á heimasíðunni.
photo: www.snedesign.com |
Hérna er meira frá Sne Design :)
Æji hvað þeir eru mikil krútt, og þessi rúmföt frá sne eru líka gordjöss...
ReplyDeleteknús á ykkur
kv.Freyja
Já mér finnst þessi rúföt voða falleg :)
Deleteknús til baka á ykkur