Friday, January 25, 2013

Að ferðast með 5 mánaða tvíbura

Isak hress eftir lúrinn sinn :)

Emil sofnaði á endanum :)




Áður en við flugum til Íslands núna í desember í fyrsta skipti með strákana, þá googlaði ég allt um að fljúga með ungabörn. Ég vildi vita um öll helstu trixin þar sem ég var frekar stressuð fyrir þessu ferðalagi. Ég er ekki vön að mikla það fyrir mér að fara með strákana mína eitthvað út, þar sem ég hugsa alltaf að ef allt fer á versta veg þá er bara drífa sig heim! sem hefur þó aldrei komið fyrir. En þarna var ég að fara að koma mér í aðstæðu þar sem möguleikinn um að drífa sig bara heim ef allt færi á versta veg var ekki í boði... heldur væri ég föst með tvö ungabörn inní flugi og á leiðinni ennþá lengra í burtu frá heimilinu mínu!! Ég deildi þessum áhyggjum mínum með Ernu vinkonu sem sagði mér frá því að hún hefði lesið á netinu af tvíburaforeldrum sem voru að fljúga í fyrsta skiptið með ungana sína, og þeir útbjuggu svona "goodiebag" með skilaboðum til allra þeirra sem sátu nálagt þeim í fluginu :) ég velti þessu alvarlega fyrir mér, hvort ég ætti líka að skella í einn góðan "goodiebag. En einhvernveginn varð ekkert úr því!! 
Flugið hjá okkur gekk ágætlega.... áttum í smá erfiðleikum með að fá þá til að sofa lúrinn sinn en eftir að það tókst þá urðu þeir mun hressari. En það tekur á að hafa ofan af svona sprækum peyjum og þegar við lentum loksins (vorum fjóran og hálfan tíma á leiðinni í staðinn fyrir þrjá tíma, vegna veðurs!!) vorum við jafn sveitt og eftir góðan spinning tíma ;) 


Hér að neðan er svo mynd af pokanum sem foreldarnir bjuggu til fyrir flugið sitt!! :) 
Getið lesið fréttina í heild sinni hér.



Photo: www.dailymail.co.uk



x x x
-hgg



2 comments:

  1. Hahaha snilldar pokar :) Ég mun bera bodskapinn áfram:)kv solla

    ReplyDelete
  2. Já um að gera ;) það getur enginn orðið fúll útí foreldra sem eru svona creative ;)

    ReplyDelete