Nokkrar myndir frá sumarfríinu okkar á Íslandi. Við áttum yndislega tíma með fjölskyldu og vinum. Við fórum til Eyja, í sumarbústað við Flúðir og til Reykjavíkur :)
Á afmælisdegi strákanna fórum við niður í bæ og ætlaði ég heldur betur að dekra við strákana mína. Við fórum á cafe Paris, en því miður var ekkert til á barnamatseðlinum þeirra, þannig að ég skaust útí 11/11 og keypti mat handa þeim svo að við gætum notið góða veðursins niðrí bæ :)
Þegar við komum heim frá Íslandi byrjuðu strákanir í vöggustofu og eru myndirnar hérna að ofan frá fyrstu dögunum, á meðan aðlögunin stóð yfir :)
Tvær síðustu myndirnar eru myndir sem ég tók til að setja í fatahengið þeirra.
Þekkið þið þá í sundur? ;)
Sumar í sveitinni hjá Bedstemor og Bedstefar.
Isak í eins árs skoðun
Hin árlega fjölskylduferð í Fårup sommerland, var farin um miðjan ágúst. Mamma ákvað að skella sér með og kom í stutta helgar ferð til okkar :) Það var svo gaman að hafa hana með :) Og prufuðum við alla rússíbanana og önnur tæki ;)
Hérna eru myndir frá því í fyrra :)
Rúmum mánuði eftir að strákarnir byrjuðu í vöggustofu þá komu fyrstu veikindin, og er ég nánast búin að vera heima með að minnstakosti eitt barn síðasta mánuðinn, þar sem þetta er keðjuverkandi. Einn byrjar og svo kemur hinn á eftir!! En í dag eru þeir báðir í vöggustofu og full af orku :)
Það eru búnir að vera alveg rosalega flottir haustlitirnir hjá okkur. Við fórum í dagsferð til Herning í síðustu viku þar sem við fundum þetta fína leiksvæði sem þið sjáið á síðustu myndinni :)