Strákarnir mínir keyra ennþá á sumartíma (breyttist síðustu helgi) sem þýðir að þeir hafa vakna á hverjum morgni alla vikuna á milli kl. 5 og 5.30..... takk fyrir. En það þýðir bara extra kaffibolla fyrir mig og að við getum átt lengri morgna saman :)
Í morgun þegar ég kom með strákana í vöggustofuna þá voru börnin að baka bollur. Emil og Isak brettu upp ermarnar og hófu strax baksturinn!! Þetta fannst þeim mjög svo spennandi, að varla gafst tími til að knúsa mig bless.
No comments:
Post a Comment