Við eyddum einni viku í sumarbústað saman með mömmu og ömmu í sumar.
Ég sé það núna að við neyðumst til að kaupa almennilega myndavél, þar sem svo mikið af myndunum okkar eru ekki í nógu góðum gæðum. Síminn minn er orðinn mjög hægur og gamall, og finnst mér eins og myndirnar séu að verða verri og verri. Kannski er það bara einhver vitleysa í mér ;)
En ég hef verið að velta þessari myndavél fyrir mér, Canon EOS M. Ég sá að Erna Hrund á Reykjavík Fashion Journal notar þessa vél og finnst mér myndirnar hennar mjög skýrar og flottar. Er einhver myndavélasérfræðingur sem getur mælt með þessari vél?
Ánægð með þig að vera búin að aktivera bloggið aftur! Knús til ykkar :*
ReplyDelete