Við áttum í smá basli með Emil og Isak fyrir nokkrum mánuðum síðan, þar sem þeim fannst svo spennandi að opna alla skápa, skúffur og ísskápinn/frystirinn. Og til að forðast að þeir myndu alltaf var að tæta allt úr skápum og skúffum þá byrjaði ég á því að kenna þeim að loka og svo að fagna því eins og enginn væri morgundagurinn með klappi og "jeyji". Þessi aðferð hefur reynst mjög vel og er núna nánst ómögulegt fyrir okkar að opna nokkra skúffu né skápa, því þá eru bræðurnir mættir til að loka og klappa :) Til að mynda þegar ég er að græja matinn í eldhúsinu og þarf að opna ísskápinn, setja í uppþvottavélina... þá eru mættar fjórar litlar hendur sem vilja loka... med det samme! ;)
Þeir bræða mig á hverjum degi með sjarmanum sínum og gefa lífinu okkar Jacobs mikinn lit á hverjum degi!! Ég gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra :)
Ég er aftur á móti ennþá að finna leið til að fá þá til að hætta að taka alla hluti úr gluggakistunni inní stofu.. ásamt því að hætta að hrista gardínurnar!!! Eru þið með einhverja góða lausn?
Bara hunsa þetta elskurnar :) Kv Hrönn
ReplyDelete