Monday, March 31, 2014

Helgin...

Bræðurnir í bæjarferð :)
Í dýragarðinum 
Emil boltastrákur :)
Emil, Mille-Marie & Isak að klifra uppí tré :)

... ég er farin að njóta helganna á allt annað hátt eftir að ég byrjaði að vinna. Mér finnst hver helgi vera eins og mini frí. Við nutum tímans saman um helgina með því að fara í dýragarðinn, og leika útí garði. 
Jacob setti upp grindverk í gaðinum okkar þannig að núna geta strákarnir ekki hlupið út á götu... Ég er svo ánægð með að geta notað garðinn okkar meira og ef ég vill fara ein með þá út þá er það ekkert mál, því þeir eru vel lokaðir inní garðinum okkar :)

Það er farið að styttast heldur betur í íslandsferðina okkar :) við komum í heimsókn í næstu viku :) Okkur hlakkar til að sjá ykkur kæra fjölskylda og vinir :)



Wednesday, March 26, 2014

Once a year....




Ég sem panta mér alltaf til Íslands.... ;)
Annars þarf það ekki endilega að vera til útlanda.... 
Ég er nú oft að upplifa nýja staði hérna í Danmörku ;)

Ætlar þú að fara á nýjar slóðir í sumar??


Monday, March 24, 2014

Söngvasveinarnir E&I







Fljótt skipast veður í lofti með prinsana mína.... eftir að hafa átt mjög erfiða viku með þá um daginn þegar ég var ein heima... þá er síðasta vika búin að ganga eins og í sögu!! þeir vakna á morgnana og byrja á því að syngja "meistari Jacob" í kór, þó með sínum eigin "texta" ;) og svoleiðist er vikan búin að vera, þeir syngjandi útum allt og allan daginn, bankandi á öll borð, stóla og gólf til að slá taktinn.... :)
Lögin sem eru í uppáhaldi hjá þeim eru, meistari Jacob, hjólin á strætó, björninn sefur og taska taska (frá Dóru). Öll eiga þessi lög þó það sameiginlegt að vera komin með nýjan og frumsaminn "texta" frá þeim bræðrum ;)


Thursday, March 20, 2014

Vor....



Við finnum fyrir því að vorið er handan við hornið.... okkur er farið að hlakka til að pakka niður snjógallanum og kuldaskónum og taka fram léttari jakka og skó :)
Einn sunnudaginn í mars lét sólin sjá sig og því drifum við okkur útí göngutúr, við keyptum brauð hjá bakaranum á leiðinni og fórum svo niður að tjörninni sem er í nágrenninu okkar. Við vildum fara með strákana í fyrsta skipti að gefa öndunum brauð. En þegar við mættum lágu endurnar saddar og sælar með heilan haug af brauði í kringum sig.... við vorum s.s. ekki þau einu sem fengum þessa hugmynd ;)
Emil og Isak prufuðu að gefa þeim brauð en þær vildu það ekki.... þannig að ég þeir tóku málin í sínar hendur og borðuð bara brauðið sjálfir ;) En svo allt í einu kom flokkur af dúfum sem var glor soltinn og þáði brauðið okkar.... Emil og Isak elska dýr!! :)

Það er svo yndislegt að upplifa svona einfalda hluti í gegnum börnin sín.... þau kenna manni að sjá gleðina í einföldu hlutunum :)



Wednesday, March 19, 2014

Dreymir um....






.... eitt svona fallegt Triobike!! Mig dreymir ekki um bíl nr.2 heldur svona fallegt og sniðugt hjól :)
Emil og Isak myndu elska að taka hjólatúra í þessum glæsivagni ;) Verst er þó að hjólið kostar ca þrefalda húsaleigu!!! þannig að ég læt hjólavagninn okkar duga í einhvern tíma ;) Ég er samt farin að finna fyrir því að þriggja gíra hjólið mitt er ekki nóg til að draga strákana mína sem stækka og þyngjast með hverjum deginum.... þannig að ég verð að finna aðra lausn innan skamms.



Wednesday, March 12, 2014

Útivinnandi.....


Emil að gæða sér á kjötbollum í karrý
Þessa vikuna er ég "einstæð" (og útivinnandi) móðir.... það eina sem ég hugsaði í kvöld þegar strákarnir vildu ekki fara að sofa var.... að ég vildi að ég gæti klónað mig!!! svo að ég gæti veitt þeim báðum faðm og tvær hendur til að knúsa þá með. Þeir fóru ekki "nema" 2 tímum of seint í háttinn sem gerist nánast aldrei (þeir eru drauma börn sem sofna alltaf kl 19). Ég er því þessi sem mæti með gleraugun í vinnuna þessa vikuna því ég hef ekki tíma til að setja í mig linsur þar sem þeir hangi báðir hvor í sinni löppinni minni á morgnana þegar við erum að gera okkur til... ég er búin að reyna að kveikja á sjónvarpinu og ath hvort það gæti ekki gefið mér smá tíma svo að ég geti kannski sett á mig maskara, en nei!!! sjónvarpið er ekki inn þessa vikuna hjá þeim bræðrum....mamma er númer 1,2 og 3!!!!
Ég bið því um ráð hvernig einstæðarmæður og einnig sjómannskonur fara að þessu? 


En helgin nálgast óðum sem gleður okkur mikið því þá fáum við Jacob heim :) 



Monday, March 3, 2014

Andarunginn.is

Það var að opna ný netverslun á Íslandi sem heitir Andarunginn. Á heimasíðunni þeirra stendur að Andarunginn sé lífstílsverslun fyrir vandláta foreldra sem vilja gera umhverfi barnanna sinna skemmtilegra. 

Þetta er heldur betur skemmtileg viðbót á íslenskan markað og hlakkar ég til að koma til Íslands eftir rúmann mánuð og kíkja á vörurnar þeirra :)

Emil og Isak myndi ekki leiðast að eiga eina svona fína apa-dótafötu :)


Þið getið skoðað vöurúrvalið á Andarunginn.is og fylgst með þeim á Facebook og Instagram