Monday, March 24, 2014

Söngvasveinarnir E&I







Fljótt skipast veður í lofti með prinsana mína.... eftir að hafa átt mjög erfiða viku með þá um daginn þegar ég var ein heima... þá er síðasta vika búin að ganga eins og í sögu!! þeir vakna á morgnana og byrja á því að syngja "meistari Jacob" í kór, þó með sínum eigin "texta" ;) og svoleiðist er vikan búin að vera, þeir syngjandi útum allt og allan daginn, bankandi á öll borð, stóla og gólf til að slá taktinn.... :)
Lögin sem eru í uppáhaldi hjá þeim eru, meistari Jacob, hjólin á strætó, björninn sefur og taska taska (frá Dóru). Öll eiga þessi lög þó það sameiginlegt að vera komin með nýjan og frumsaminn "texta" frá þeim bræðrum ;)


No comments:

Post a Comment