Thursday, March 20, 2014

Vor....



Við finnum fyrir því að vorið er handan við hornið.... okkur er farið að hlakka til að pakka niður snjógallanum og kuldaskónum og taka fram léttari jakka og skó :)
Einn sunnudaginn í mars lét sólin sjá sig og því drifum við okkur útí göngutúr, við keyptum brauð hjá bakaranum á leiðinni og fórum svo niður að tjörninni sem er í nágrenninu okkar. Við vildum fara með strákana í fyrsta skipti að gefa öndunum brauð. En þegar við mættum lágu endurnar saddar og sælar með heilan haug af brauði í kringum sig.... við vorum s.s. ekki þau einu sem fengum þessa hugmynd ;)
Emil og Isak prufuðu að gefa þeim brauð en þær vildu það ekki.... þannig að ég þeir tóku málin í sínar hendur og borðuð bara brauðið sjálfir ;) En svo allt í einu kom flokkur af dúfum sem var glor soltinn og þáði brauðið okkar.... Emil og Isak elska dýr!! :)

Það er svo yndislegt að upplifa svona einfalda hluti í gegnum börnin sín.... þau kenna manni að sjá gleðina í einföldu hlutunum :)



No comments:

Post a Comment