Emil að gæða sér á kjötbollum í karrý |
Þessa vikuna er ég "einstæð" (og útivinnandi) móðir.... það eina sem ég hugsaði í kvöld þegar strákarnir vildu ekki fara að sofa var.... að ég vildi að ég gæti klónað mig!!! svo að ég gæti veitt þeim báðum faðm og tvær hendur til að knúsa þá með. Þeir fóru ekki "nema" 2 tímum of seint í háttinn sem gerist nánast aldrei (þeir eru drauma börn sem sofna alltaf kl 19). Ég er því þessi sem mæti með gleraugun í vinnuna þessa vikuna því ég hef ekki tíma til að setja í mig linsur þar sem þeir hangi báðir hvor í sinni löppinni minni á morgnana þegar við erum að gera okkur til... ég er búin að reyna að kveikja á sjónvarpinu og ath hvort það gæti ekki gefið mér smá tíma svo að ég geti kannski sett á mig maskara, en nei!!! sjónvarpið er ekki inn þessa vikuna hjá þeim bræðrum....mamma er númer 1,2 og 3!!!!
Ég bið því um ráð hvernig einstæðarmæður og einnig sjómannskonur fara að þessu?
En helgin nálgast óðum sem gleður okkur mikið því þá fáum við Jacob heim :)
Þú ert súper mamma og kona !
ReplyDeleteVildi samt óska að ég væri hjá þér núna að hjálpa þér með orkuboltana þína.
kv. Eyrún frænka
Takk elsku Eyrun :) við myndum líka óska þess að við værum nær og gætum hitt þig oftar :)
Deleteknus
Ég hef alltaf verið ein með mínar á morgnana því að maðurinn minn mætir svo snemma í vinnu. Það er nokkuð auðvelt núna því þær eru að verða svo stórar en þegar þær voru litlar þá var eina ráðið ef ég ætlaði að ná að hafa mig til að vakna MJÖG snemma.
ReplyDeleteVá samt hvað ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki uppörvandi ráð!
Þú stendur þig annars rosa vel og gaman að fylgjast með ykkur :)
Bestu kveðjur
Heiða Pálrún
hahahhaha..... takk fyrir ráðið Heiða :) Ég má þá gleðja mig til að þeir verði aðeins eldri og geti dundað sér betur sjálfir á morgnana ;)
DeleteÞú ert eflaust að rúlla þessu upp eins og öðru :) En ég fór einmitt alltaf á fætur upp úr 6 á meðan Pétur var á sjó og strákarnir yngri, svo allir gætu verið mættir á sinn stað kl 8. Það sem mér finnst virka best er að koma öllu í ákveðna rútínu á morgnana og eins á kvöldin. Börnin eru fljót að læra inn á það og þá gengur allt miklu betur, finnst mér amk :) Þetta verður svo léttara eftir því sem strákarnir verða eldri og geta farið að bjarga sér meira sjálfir... litla dýrið mitt er ennþá eins og frímerki á mér en ég næ mér alltaf í smá frið til að græja mig á morgnana með því að láta hann dunda sér við að klæða sig sjálfur :)
ReplyDeleteGangi ykkur vel, knús og kram, Agnes Bj.
Takk fyrir góð ráð Agnes :) Ég vakna einmitt kl 5.45 (og yfirleitt fimm mín seinna vakna strákarnir) til að græja hafragrautinn og svona. Þetta gengur yfirleitt mjög vel og við höfum alltaf haldið góðri rútínu á þeim. en það er eitthvað sem hefur gerst þessa vikuna á meðan Jacob var í burtu að allt fór úr skorðum!!! en nú er Jacob kominn heim og við vonum að allt fari í fyrra horf í kvöld þegar á að fara að sofa kl 19. :)
DeleteVonandi gengur vel hjá ykkur :) knús til AK og þú mátt skila kveðju frá mér í bankann :)