Friday, August 31, 2012


Þegar það kom að því að finna dag fyrir skírnina þá vildi ég endilega hafa skírnina þegar mamma væri ennþá hjá okkur. Því ég vildi endilega hafa hana og einnig vildi ég ekki bíða of lengi með að skíra þá því ég var svo hrædd um að einhver krúsídúllu nöfn myndu festast á þeim ;)

Síðan ákváðu pabbi og Bína að koma líka í skírnina alla leið frá Íslandi. Það var alveg ómetanlegt og áttum við svo skemmtilega helgi saman hérna í Álaborg. :)

Pabbi var eitt skiptið að hjálpa mér að skipta á E&I inní einni búð (þar sem var svona skiptiaðstaða) þegar einn ungur maður spyr pabba hvort þetta séu okkar fyrstu börn... pabbi þakkaði honum fyrir hrósið og sagði honum að hann væri afi barnanna :) hahaha... honum leiddist það ekkert ;)


Stolti afinn með peyjana sína <3
Afi & amma Bína með E&I

Ég og Bína með E&I

x x x
-hgg

Thursday, August 30, 2012



Emil&Isak í vagninum sínum :)


Við höfum verið mjög dugleg við að fara út með tvíburana síðustu vikurnar, þar sem veðrið hefur verið mjög gott og ég vil njóta síðustu sumardaganna eins vel og ég get. Við höfum verið dugleg að fara niður í bæ að hitta vini á kaffihúsi og svo finnst mér nú ekki leiðinlegt að kíkja í búðir eftir að öll þessi kíló fugu af mér, og ég passa loksins í venjuleg föt ;) þó það sé ennþá smá í land í mína réttu þyngd!! Það hlýtur að koma fljótt þar sem ég er með tvo á brjósti ;)

Athyglin sem tvíburavagninn minn fær er síðan gríðarlega mikill, það er stanslaust fólk að koma upp að okkur og fá að kíkja í vagninn og spurjarst fyrir um tvíburana, hversu gamlir þeir séu?, hvort þeir séu eineggja eða tvíeggja?, og af hvaða kyni þeir séu?. Ég þakka fyrir að þjást ekki af félagsfælni, því maður þarf að vera tilbúin í svona "small talk" hvenær sem er. :) En mér leiðist þetta alls ekki að fullt af fólki hafi áhuga af demöntunum mínum þar sem ég er svo endalaust stolt af þeim og langar auðvitað að sýna öllum heiminum þá :) skemmtilegt finnst mér samt þegar fólk labbar upp að mér og segist líka vera tvíburi og segir síðan ekkert meira og þá er undir mér komið að finna e-ð til að tala við fólkið um :)

x x x

-hgg



Wednesday, August 29, 2012

Behind the scenes...



Fyrirsæturnar mínar <3 <3
Emil model ;)

... Fyrirsæturnar á heimilinu voru í myndatöku í dag!! :) Það verður gaman að sjá útkomuna :) þar sem fyrstu 10 min var Emil bara að rembast þar sem hann þurfti að skila einhverju í bleijuna sína :) og svo er ekki gefið að ná góðum myndum af þeim saman, því það var alltaf einn sem var með lokuð augu eða snéri höfðinu í burtu!!! Já það verða skrautlegar myndatökurnar í framtíðinni hjá okkur :)


x x x
-hgg



Skírnardagurinn 19.08.2012

Í byrjun athafnarinnar

Family of 4 :)
Overby systurnar :)


Stór-fjölskylda Emils&Isaks
(á myndina vantar systkinin mín)

Borðskreytingarnar
Ég (Hormóna-Hanna) var pínu meir á meðan Jacob þakkaði fjölskyldum okkar fyrir alla hjálpina 
Skírnarkakan :)


Fallegt sumarveður :)

Gestir :)
Lone, Søren & Andrea Rós :)

Nikolaj&Anders :)

Sidse&Mille-Marie á slackline

Erik

Jon

... Og Lone sem er lang best af okkur :)

Skírnardagurinn 19.08.2012 var sólríkur og tók á móti okkur með sínu besta veðri, sem gerði daginn ennþá meira skemmtilegri :)

Emil og Isak voru skírðir í Agersted kirkju og eftir skírnina var gestum boðið uppá kræsingar. Emil var í skírnarkjól sem mamma hans Jacobs saumaði fyrir skírnina og Isak var í skírnarkjólnum sem ég var skírð í, sem Matta frænka saumaði þegar hún var ung :)

Í veislunni kepptust gestirnir um að vera með þá og hef ég aldrei verið með báðar hendur fríar í svona langan tíma síðan þeir fæddust ;) Þannig að ef okkur vantar smá frí þá bjóðum við bara vinum og ættingjum í kaffi og málið er leist ;)

Að dönskum sið þá var farið út að leika sér á slackline og í cricket eftir að búið var að gæða sér á kræsingunum sem í boði voru :)

Það vantaði samt marga ættingja og vini frá Íslandi sem við söknuðum mikið, en nýbökuðu ömmurnar og afinn frá Íslandi voru viðstödd, sem var ómetanlegt og yndislegt :) 



x x x
-hgg



Monday, August 27, 2012

Mission of the week...

... að kaupa mér nýja skó!!! þar sem Jacob henti skónum mínum í gær... honum fannst þeir ekki vera að gera sig lengur, gömlu útslitnu skórnir mínir ;)

Svo er að vanda valið vel þar sem ég rakst á þetta skilti niðrí bæ um daginn :)


True story ;)

x x x
-hgg



27.08.2012




Emil finnst mamma sín svo fyndin :) 

Einn mánuður í dag síðan að Emil&Isak komu í heiminn. Mér finnst það vera mikið lengra síðan!! :) Finnst svo langt síðan við vorum inná spítalanum, en það eru víst bara 3 vikur síðan. 

Í tilefni af deginu ætla ég að fá mér köku, fyrst þeir geta ekki boðað hana sjálfir ;)


x x x
-hgg




Ég gerði mér grein fyrir því á föstudaginn síðasta að það eru sláandi líkur á því að ég muni ekki ná að vera á réttum tíma aftur í framtíðinni!! Þetta var í fyrsta skiptið sem ég var að græja þá ein útí vagn og að fara með þá út ein, hef alltaf haft Jacob og/eða mömmu með. En það endaði með því að ég var klukkutíma of sein. Því meiga vinir og ættingjar búast við minnst hálftíma seinkun þegar ég er annarsvegar hér eftir ;) Og ekki fannst nú tími fyrir mig til að gera mig til... ég þarf eitthvað að skipuleggja þetta betur næst, og þeir segja að æfingin skapar meistarann ;) ætli ég verði ekki komin með þetta eftir svona 10 ár ;)  En svo er það líka spurning um að fylgja lífsmottóinu hennar Sollu vinkonu: Betra er að vera seinn og sætur heldur en fljótur og ljótur ;)

Ætli allar nýbakaðar mæður upplifi þetta ekki, þar sem maður var bara vanur að sjá um sjálfan sig hér áður fyrr ;)


x x x
-hgg




Friday, August 24, 2012

Helgarfrí

Ég ætla að njóta helgarinnar með þessum sætu peyjum <3

<3<3<3

Eigið góða helgi :)

x x x
-hgg



Thursday, August 23, 2012

Eru þið nokkuð búin að fá nóg af þessum gullmolum ;)


x x x
-hgg

Hverjum þykir sinn fugl fagur

... já eða fuglar :)

Þennan frasa hef ég heyrt frá því ég man eftir mér, en ætli það sé ekki í fyrsta skiptið síðustu vikur sem ég hef upplifið þennan frasa að eigin raun. :)

Ég horfi á Emil & Isak á hverjum degi og dáist af því hversu fallegir þeir séu... og hugsa með sjálfum mér að slíka fegurð hef ég bara aldrei séð áður ;) og þegar þeir hjala og brosa til mín þá bræða þeir alveg mömmu hjartað <3

Það er bara einhver ótrúleg upplifun að verða mamma og maður horfir á mikilvægi lífsins með allt öðrum augum en áður!! :) Einnig þá hefur maður fundið alveg nýja hlið á virðingu sem maður ber til foreldra sinna, eftir að maður sjálfur eignast börn :)

Isak með mömmu snuðið sitt <3


x x x
-hgg


Wednesday, August 22, 2012

Emil & Isak

Þann 19.08.2012 voru dönsku eyjapeyjarnir skírðir og fengu þeir nöfnin: 

Emil Jacobsson Overby
&
Isak Jacobsson Overby


Ég fann bakarí í DK sem gat gert skírnarköku :)

Við áttum svo yndislegan dag með fjölskyldu og vinum eftir kirkjuna, þar sem veðrið var svo gott :)

Ég mun setja inn myndir frá skírninni leið og ég hef fengið þær :)

x x x
-hgg


Tuesday, August 21, 2012

Við vorum svo heppin að hafa Mömmu hjá okkur í einn mánuð :) og var það þvílík hjálp að hafa hana hjá okkur.... við erum hálf vængbrotin núna eftir að hún fór :/ þar sem það var svo gott að hafa extra hönd á daginn meðan Jacob var í vinnu. Því það eru jú tveir rassar til að skipta á og tveir munnar til að fæða ;)
Það var margt sem mamma upplifði með okkur hérna í DK á þessum mánuði... hún sá mig alveg kas-ólétta og síðan fékk hún 3 vikur með barnabörnunum sínum :)

Síðasta vika var líka viðburðarík hjá okkur eins og síðasti mánuður hefur verið. Þar sem ég átti afmæli þann 15 ágúst, Mamma átti svo stór afmæli þann 16 ágúst og varð fimmtug og síðan enduðum við vikuna á því að skíra prinsana okkar þann 19 ágúst :)

Mamma á hjólaæfingu :)

Stoltasta amman :)

Amman hjólaði á hverjum degi á spítalann til að heimsækja okkur :)

Fyrsti göngutúrinn með Ömmu

Fyrsta bæjarferðin, þar sem við fengum okkur ískaffi og samloku :)

Á þremur vikum varð hún Amma og fimmtug :)

Þúsund þakkir elsku Mamma fyrir alla hjálpina, það var alveg ómetanlegt og síðan var líka svo gaman að hafa þig hjá okkur :) skrilljón knús og kossar til þín :)


x x x
-hgg




Þann 27.07 kl. 07.27…


… fæddust prinsarnir okkar eftir langa fæðingu sem endaði með bráða keisara. Okkur öllum heilsaðist vel og vorum við fyrstu vikuna á spítalanum, til að koma rútínu á nýja fjölskyldulífið okkar áður en heim var haldið :)

Peyjarnir voru stóri og glæsilegir við fæðingu ef tekið sé tillit til tvíbura :) A var 3470 gr og 51 cm & B var 3240 gr og einnig 51 cm.
Ég og Jacob erum alveg í skýjunum með þá og þrátt fyrir mikla vinnu og lítinn svefn þá ná þeir með sínum töfrum og sjarma að fá okkur til að brosa og hlæja mörgum sinnum á hverjum degi. Er svefn ekki bara ofmetinn?? ;)



Nokkra klst. gamlir :)
Ofur-Stolti tvíburapabbinn :)

Dönsku prinsarnir :)

Gullmolarnir okkar <3 <3

Komnir heim í rúmið sitt :)



x x x
-hgg