Þegar það kom að því að finna dag fyrir skírnina þá vildi ég endilega hafa skírnina þegar mamma væri ennþá hjá okkur. Því ég vildi endilega hafa hana og einnig vildi ég ekki bíða of lengi með að skíra þá því ég var svo hrædd um að einhver krúsídúllu nöfn myndu festast á þeim ;)
Síðan ákváðu pabbi og Bína að koma líka í skírnina alla leið frá Íslandi. Það var alveg ómetanlegt og áttum við svo skemmtilega helgi saman hérna í Álaborg. :)
Pabbi var eitt skiptið að hjálpa mér að skipta á E&I inní einni búð (þar sem var svona skiptiaðstaða) þegar einn ungur maður spyr pabba hvort þetta séu okkar fyrstu börn... pabbi þakkaði honum fyrir hrósið og sagði honum að hann væri afi barnanna :) hahaha... honum leiddist það ekkert ;)
Stolti afinn með peyjana sína <3 |
Afi & amma Bína með E&I |
Ég og Bína með E&I |
x x x
-hgg