Emil&Isak í vagninum sínum :) |
Við höfum verið mjög dugleg við að fara út með tvíburana síðustu vikurnar, þar sem veðrið hefur verið mjög gott og ég vil njóta síðustu sumardaganna eins vel og ég get. Við höfum verið dugleg að fara niður í bæ að hitta vini á kaffihúsi og svo finnst mér nú ekki leiðinlegt að kíkja í búðir eftir að öll þessi kíló fugu af mér, og ég passa loksins í venjuleg föt ;) þó það sé ennþá smá í land í mína réttu þyngd!! Það hlýtur að koma fljótt þar sem ég er með tvo á brjósti ;)
Athyglin sem tvíburavagninn minn fær er síðan gríðarlega mikill, það er stanslaust fólk að koma upp að okkur og fá að kíkja í vagninn og spurjarst fyrir um tvíburana, hversu gamlir þeir séu?, hvort þeir séu eineggja eða tvíeggja?, og af hvaða kyni þeir séu?. Ég þakka fyrir að þjást ekki af félagsfælni, því maður þarf að vera tilbúin í svona "small talk" hvenær sem er. :) En mér leiðist þetta alls ekki að fullt af fólki hafi áhuga af demöntunum mínum þar sem ég er svo endalaust stolt af þeim og langar auðvitað að sýna öllum heiminum þá :) skemmtilegt finnst mér samt þegar fólk labbar upp að mér og segist líka vera tvíburi og segir síðan ekkert meira og þá er undir mér komið að finna e-ð til að tala við fólkið um :)
x x x
No comments:
Post a Comment