Við vorum svo heppin að hafa Mömmu hjá okkur í einn mánuð :) og var það þvílík hjálp að hafa hana hjá okkur.... við erum hálf vængbrotin núna eftir að hún fór :/ þar sem það var svo gott að hafa extra hönd á daginn meðan Jacob var í vinnu. Því það eru jú tveir rassar til að skipta á og tveir munnar til að fæða ;)
Það var margt sem mamma upplifði með okkur hérna í DK á þessum mánuði... hún sá mig alveg kas-ólétta og síðan fékk hún 3 vikur með barnabörnunum sínum :)
Síðasta vika var líka viðburðarík hjá okkur eins og síðasti mánuður hefur verið. Þar sem ég átti afmæli þann 15 ágúst, Mamma átti svo stór afmæli þann 16 ágúst og varð fimmtug og síðan enduðum við vikuna á því að skíra prinsana okkar þann 19 ágúst :)
|
Mamma á hjólaæfingu :) |
|
Stoltasta amman :) |
|
Amman hjólaði á hverjum degi á spítalann til að heimsækja okkur :) |
|
Fyrsti göngutúrinn með Ömmu |
|
Fyrsta bæjarferðin, þar sem við fengum okkur ískaffi og samloku :) |
|
Á þremur vikum varð hún Amma og fimmtug :) |
Þúsund þakkir elsku Mamma fyrir alla hjálpina, það var alveg ómetanlegt og síðan var líka svo gaman að hafa þig hjá okkur :) skrilljón knús og kossar til þín :)
x x x
-hgg
Takk fyrir mig þetta var alveg indislegur mánuður. langar að knúsa Emil og Isak þig líka :0)
ReplyDeleteji Hanna maður fær bara tár við að lesa þetta allt saman ;0) Þetta er bara allt svo dásamlegt! Þú ert heppin að eiga svona dásamlega mömmu :* Mikið hefur verið gaman hjá ykkur! og þessar myndir eru bara aðeins of krúttlegar! Stórt knús til ykkar elskan :*
ReplyDeleteKveðja frá Wetzlar.