Thursday, August 23, 2012

Hverjum þykir sinn fugl fagur

... já eða fuglar :)

Þennan frasa hef ég heyrt frá því ég man eftir mér, en ætli það sé ekki í fyrsta skiptið síðustu vikur sem ég hef upplifið þennan frasa að eigin raun. :)

Ég horfi á Emil & Isak á hverjum degi og dáist af því hversu fallegir þeir séu... og hugsa með sjálfum mér að slíka fegurð hef ég bara aldrei séð áður ;) og þegar þeir hjala og brosa til mín þá bræða þeir alveg mömmu hjartað <3

Það er bara einhver ótrúleg upplifun að verða mamma og maður horfir á mikilvægi lífsins með allt öðrum augum en áður!! :) Einnig þá hefur maður fundið alveg nýja hlið á virðingu sem maður ber til foreldra sinna, eftir að maður sjálfur eignast börn :)

Isak með mömmu snuðið sitt <3


x x x
-hgg


No comments:

Post a Comment