Ég gerði mér grein fyrir því á föstudaginn síðasta að það eru sláandi líkur á því að ég muni ekki ná að vera á réttum tíma aftur í framtíðinni!! Þetta var í fyrsta skiptið sem ég var að græja þá ein útí vagn og að fara með þá út ein, hef alltaf haft Jacob og/eða mömmu með. En það endaði með því að ég var klukkutíma of sein. Því meiga vinir og ættingjar búast við minnst hálftíma seinkun þegar ég er annarsvegar hér eftir ;) Og ekki fannst nú tími fyrir mig til að gera mig til... ég þarf eitthvað að skipuleggja þetta betur næst, og þeir segja að æfingin skapar meistarann ;) ætli ég verði ekki komin með þetta eftir svona 10 ár ;) En svo er það líka spurning um að fylgja lífsmottóinu hennar Sollu vinkonu:
Betra er að vera seinn og sætur heldur en fljótur og ljótur ;)
Ætli allar nýbakaðar mæður upplifi þetta ekki, þar sem maður var bara vanur að sjá um sjálfan sig hér áður fyrr ;)
x x x
-hgg
No comments:
Post a Comment