Monday, October 29, 2012

Við vorum með þessa skvízu...

...frá køben í heimskón hjá okkur um helgina :)


Það var alveg yndislegt að fá hana og bræddu prinsarnir mínir hana alveg uppúr skónum með öllum sínum hlátri og hjali :)

Við fórum auðvitað með hana í göngu útí skóg í fallega haustveðrinu, ásamt því að rölta um bæinn og kíkja á kaffihús :)

Takk elsku Solla fyrir komuna og takk fyrir prinsana, hlakka til þegar við hittumst næst :)


x x x 

-hgg



Friday, October 19, 2012

Myndir...

...frá síðustu vikum :)


Isak mátaði 66 north gallann sinn, sem er ennþá ofstór þannig að við prófum aftur í næsta mánuði ;)

Um daginn fórum við í skógarferð með englana okkar og þeir sváfu betur sem aldrei fyrr í öllum hossunum :) 
Hauslitirnir í gróðrinum er búinn að vera svo fallegur að við erum búin að vera mikið úti að labba og njóta góða haustveðursins :)

Sofandi demantar í skógarferð :)

Pabbinn með prinsana sína í skógarferð


Hjúkkan kom í gær og vigtaði peyjana, og ég nýtti tækifærið og smellti nokkrum myndum þar sem mér finnst svona myndir svo skemmtilegar seinna meir fyrir þá að sjá :)
Emil vigtaður <3

Isak vigtaður <3


x x x
-hgg





Thursday, October 18, 2012

Tuesday, October 16, 2012

Helgin í myndum :)

Við áttum yndislega helgi þar sem við fengum svo skemmtilega gesti í heimsókn frá Íslandi :) Að sjálfsögðu var verslað flesta dagana og svo kíkt á kaffihús og slappað af heima þess á milli :)

E&I fengu nóga athygli þessa helgina :)

Eyrún með stóra ísinn :)

Á kaffihúsi, veit ekki hvað Emil sér þarna :)

Eyrún á Baresso :)

Danirnir byrja haustfríið með stæl :)

Það var svo gaman þessa helgi að ég hreinlega gleymdi að taka fleiri myndir... verð að bæta úr því næst ;)


x x x
-hgg




Thursday, October 11, 2012

Meistaramánuðurinn

E&I eru á því tímabili að þeir vilja láta halda á sér allan daginn, þá er besta leiðin að skella þeim útí vagn og taka góðan göngutúr í fallega haust veðrinu :) Þar sem þeir elska að vera í vagninum sínum :) Þessir daglegu göngutúrar eru svo mitt framlag í meistaramánuðinum :) ætli minn meiraramánuður verði ekki fleiri heldur en einn mánuður ;) 

Hérna eru nokkrar myndir frá 3 tíma göngutúrnum í dag :)



Strigaskórnir teknir fram :)

Haust í Aalborg


Sofandi demantar <3<3


Joey and the juice

Stærri gerðin af Royal Copenhagen bollunum

x x x
-hgg





15% afsláttur hjá Ígló fyrir fjölbura :)

Ég sá inná Foreldrahandbókin að það er 15% afsláttur hjá Ígló fyrir fjölbura :)
Hlakka mikið til að kíkja í nýju búðina þeirra í kringlunni þegar við komum til Íslands :)

Emil&Isak finnst þessi föt alveg geggjuð og eru búnir að velja sér hvað ég á að kaupa handa þeim ;)







x x x
-hgg







Wednesday, October 10, 2012

Leiktími!!

E&I léku sér saman á meðan ég gekk frá hérna heima :)

Ég keypti þennan púða um daginn og hann virkar eins og dáleiðingarefni á strákana!!



x x x
-hgg



Friday, October 5, 2012

Það hefur verið nóg að gera í fæðingarorlofinu hjá mér síðustu daga... 

...á miðvikudagskvöldið fengum við heimsókn frá Aarhus frá Marie og Andy, þannig að ég skellti í tvær heimatilbúnar pizzur. Það er svo fínt að fá gesti til að passa E&I á meðan maður eldar :)





... á fimmtudaginn kíktum við í göngutúr (eða í bæinn) ;) og á kaffihús með Brynju, Elvu og stelpunum þeirra :) Þar sem ég fann framtíðar barnapíu ;)




... á fimmtudagskvöldið átti ég svo date með Jacob í Nordkraft þar sem við spiluðum badminton :)

His&Hers <3

... svo í morgun hittumst við með íslensku mömmunum hérna í Álaborg þar sem við fengum hádegismat og köku í eftirrétt :)





...í kvöld er það svo kósý kvöld með strákunum mínum, þar sem við ætlum að horfa á Husk lige tandbørsten á DR1 með pop í skál og kók í glasi :)

Góða helgi :)



x x x
-hgg




Wednesday, October 3, 2012

Svefnrútínan

Þegar ég gekk með Emil&Isak þá vildu flest allir sem ég hitti koma með góð ráð fyrir mig verðandi tvíburamömmu, því í flestra augum var ég að fara að takast á við risa stórt verkefni. Flestir ef ekki allir sögðu mér að það mikilvægasta væri ef þeir myndu sofa á sama tíma, sem ég var alveg sammála og ætla mér að reyna að koma þeim inná í framtíðinni. En núna sofa þeir mis mikið á daginn og ekki alltaf á sama tíma og mér finnst það svo gefandi því þá hef ég tíma með þeim sem er vakandi hverju sinni og sá fær fulla athygli frá mér. En sem betur fer fara þeir að sofa á sama tíma á næturnar og vakna yfirleitt á sama tíma á morgnana þó svo að Emil finnist voða gott að sofa frameftir á morgnana :)


Hérna erum við Emil að gera húsverkin á meðan Isak sefur :)

Ég er alveg að elska þessa BabyBjörn poka sem við keyptum handa þeim, við þeytumst alltaf um allt hús með þá framan á okkur og við með báðar hendur fríar og þeir ELSKA að vera "með" :)

x x x
-hgg



Tuesday, October 2, 2012

Kastljós - 1.okt 2012

Í kastljósinu í gær var viðtal við Guðrúnu Jónsdóttur tvöfalda tvíburamömmu. Mér finnst svo skemmtilegt hvernig hún segir frá því að henni finnist þetta oft vera krefjandi en ekki erfitt. Það er nákvæmlega eins og ég upplifi þetta líka þó ég sé nú bara með eitt sett ;)

Þið getið horft á viðtalið hér




Yndislega sætir og myndalegir tvíburar sem þau eiga :)
x x x

-hgg



Monday, October 1, 2012

...svona í framhaldi af myndinni úr síðustu færslu, þá stefnir allt í að ég verði ofurmössuð um jólin þar sem það er enginn leikur að bera tvo bílstóla með þungum börnum í um allan bæ. spurning hvort ég myndi ekki bara ná sigri í sjómann við Annie Mist svona ef til þess kæmi ;) hehehe...

Ég er með mína eigin crossfit þjálfara hér heima sem gefa ekkert eftir ;)


x x x
-hgg