Friday, February 28, 2014

Sumarbústaður // Skallerup klit


 











Við erum að njóta síðustu vikunnar áður en ég fer að vinna í sumarbústað, þar sem við erum með aðgang að baðlandi, leiklandi, dýragarði og mörgu fleira skemmtilegu :) E&I eru að elska að vera hérna... :)

Hérna eru nokkrar myndir frá instagram. 
Við förum heim á morgun, þá verður þvottavélin sett á fullt og næsta vika skipulögð :)

Góða helgi :)




Friday, February 21, 2014

Það sem þú ættir EKKI að segja við mig ;)





Myndina að ofan sá ég einhversstaðar á netinu fyrir nokkrum vikum síðan..... og hef ég hugsað um myndina annars lagið síðan!! Allt þetta hefur verið sagt við mig og Jacob, en ég hef ekki fundið fyrir því að það hafi haft nein áhrif á okkur.... jú kannski þegar fólk spyr hvort við séum þá hætt að eignast börn.... þá verð ég alveg: "bíddu, heldur hún að við getum ekki ráðið við fleiri börn!!!" og ég finn hvernig keppnisskapið rís inní mér... ;)
Svo fór ég að pæla í því sem hefur verið sagt við mig og fundist óþæginlegt. En það er þegar fólk byrjar að segja manni frá einhverjum sem það þekkir eða jafnvel einhver sem það þekkir sem þekkir einn sem fékk tvö sett af tvíburum!!!! og svo spyr það, hvað myndiru gera ef þú fengir tvíbura aftur??? ja krakkar mínir þegar stórt er spurt þá getur verið fátt um svör.... en ég hef alltaf svarað því þannig að þá veit ég alveg uppá hár hvað ég eigi að gera, því ég ætti að geta kallað mig reynslubolta!! :)
En það sem þetta snýst um hjá mér allavega er að þegar ég hafði ímyndað mér mína fyrstu meðgöngu og fæðingarorlof þá var alltaf aðeins eitt barn í myndinni. Þannig að ef við eignumst fleiri börn þá myndi mig langa til að prufa að ganga með eitt barn og geta átt notalegri og rólegri stundir með nýfædda barninu :) Því fæðingarorlof með tvíbura er eitt stórt púl (blóð,sviti og tár), þar sem Jacob fékk 14 daga í fæðingarorlof!! Og þegar þessi spurning kemur um hvað ég myndi gera ef að við fengjum tvíbura aftur, þá langar mig mest bara til að gráta og spurja viðkomandi "WHY!! WHY!!! afhverju þarftu að spurja mig að þessu"!!! Þannig næst þegar þið hittið mig meigið þið endilega sleppa þessari spurningu ;)
Nú má samt enginn misskilja mig.... því að ég elska strákana mína útaf lífinu og hér hefur verið líf og fjör frá fyrsta degi!! ég myndi ekki vilja skipta þeim út fyrir nokkuð annað!! En síðan þeir fóru að labba þá má vægt til orða taka að það sé búið að vera erfiðasta tímabilið okkar með þá, því þeir eru óvitar sem eru útum allt og allsstaðar án þess að mér finnist ég hafa fulla stjórn á þeim!! og því getur hugsunin um að eigast tvö í viðbót verið ógnvegjandi þegar mér finnst ég ekki hafa 100% stjórn á tveimur eins og er.

Góða helgi elsku vinir og ættingar :) 
Við ætlum í bústað á morgun og vera í heila viku.... :)


Thursday, February 20, 2014

bOblesLand






Ég er heima með báða prinsana í dag.... Það krefst þess að vera með stíft prógram því annars verða þeir fljótt leiðir!! Þannig að ég er búin að búa til þessa fínu bobles braut handa þeim inní stofu... Isak vildi alveg endlega taka scooter-inn sinn með í brautina ;)

Einnig erum við búin að leika "hókuspókus...núna eru þið:" þar sem Dóra var vinsælust.... þá setti ég bakpokana þeirra á þá og þeir áttu að leika Dóru.... þeir hlupu í kringum matarborðið og sungu "taska,taska" :) Algjörar rúsínur :)




Tuesday, February 11, 2014

Fastelavn...

Fíllinn Isak // Elefanten Isak :)

Þar sem ég þarf oftast að kaupa tvennt af öllu, þá tók ég ekki sénsinn á að bíða fram á síðasta dag til að kaupa öskudagsbúning handa E&I, því þá myndi ég enda með því að hlaupa/hjóla á milli 15 búða til að finna tvo eins galla. Þannig að ég var tímalega í því í ár :)

Öskudagurinn/Fastelavn verður haldinn 3 mars í vöggustofunni.... þannig að búningarnir verða að bíða í nokkrar vikur eftir því að verða teknir í notkun :)



Ertu á leiðinni til Danmerkur...

.... þá eru þetta barnafatamerkin sem þú vilt endilega kíkja á :)




Bangbang Copenhagen: Meira hér



MarMar Copenhagen: Meira hér

Krutter: Meira hér

Mads Nørgaard peysa: Meira hér
Angulus skór: Meira hér


Þegar ég fæ íslendinga í heimsókn til mín, þá er alltaf stærstum tímanum eytt í H&M þegar farið er að versla :) sem að ég skil mjög vel, þar sem ca 80% af öllum fötunum sem strákarnir mínir eiga eru frá H&M. En fyrir þá sem vilja líka skoða eitthvað nýtt, þá eru þetta nokkur af vinsælustu merkjunum í Danmörku fyrir stráka og stelpur :)


Tuesday, February 4, 2014

Nýjir skó á nýju ári ;)


Fyrir nokkrum árum hefði ég aldrei trúað þessu:



En sannleikurinn er sá að þegar maður eignast börn þá beytast þarfir manns. Ég hef næstum því ekki keypt mér háhælaða skó síðan að strákanir fæddust... því hvernig ætti ég að fara að því að eltast við þá og bera um allt í háhæluðum skóm ;)
En núna fer ég bráðum að byrja að vinna og vantar því betri skó heldur en Hunter gummístígvélin mín og NB strigaskóna mína, sem ég er nánst búin að lifa í síðasta eitt og hálft ár :)

Ég hef því sett nokkra á óskalistann minn :)

Ganni - Candie Texas 

ACNE - The pistol




What´s your super power?


Ég var að spá í að fá mér þennan bolla til að hafa með í vinnuna.... en svo fann ég út úr því að það eru tveir aðrir starfsmenn sem eiga tvíbura.... þannig að ég droppaði því ;)




Monday, February 3, 2014

Helgarbrunch og bókasafnsdeit



Ég að reyna að koma hádegismat ofan í drengina ;)
Emil

Ég eyddi helginni saman með prinsunum mínum á rauða dreglinum ;) Meiningin var að við ætluðum að borða hádegismat á kaffihúsi inní Nordkraft en E&I gátu ekki setið kyrrir... og þetta endaði með því að þeir hlupu útum allt með muninn fullan af brauði (sem ég hafði keypt hjá bakaranum á móti) ;) Eftir að strákarnir voru búnir að hlaupa af sér alla orku sofnuðu þeir, þannig að við gátum borðað brunch saman með góðum vinum :)

Isak syngur og prílar :)

Yfirvinna í bakaríinu..

Emil reiknar dæmið til enda, á meðan Isak er tilbúinn með kortið til að borga :)

Mille-Marie 

Eftir brunchinn (lúrinn ;)) kíktum við á Bókasafnið niðrí bæ sem er algjör draumur fyrir börn (og foreldra), þar er risaleiksvæði þar sem strákarnir geta gleymt sér í marga tíma :)
Við eigum pottþétt eftir að kíkja þanngað aftur.