Thursday, July 10, 2014

Hitabylgja.....







Það er hitabylgja hjá okkur í Danmörku, þar sem hitinn fór yfir 30 gráður í gær! Við eyðum öllum okkar stundum eftir vinnu úti. Í gær þegar við sóttum strákana í vöggustofuna voru þeir á samfellunum einum saman, ég hafði fundið til stuttbuxur og stuttermaboli um morguninn en það var einfaldlega of heitt fyrir soddan klæðnað ;) 

Við litla hvíta fjölskyldan erum öll vel klístruð inní sólarvörn þessa dagana sem gefur líka þennan fína glans í andlitið ;) Við mælum með þessu fyrir alla svo við séum ekki þau einu sem glönsum eins og sætabrauð úr bandarísku bakaríi ;)

Ég er byrjuð að pakka niður í huganum fyrir Íslandsferðina okkar og það fyrsta sem komið er á listann er vetrarúlpa, vettlingar, húfa, regngallar, stígvél ofl í þeim dúr.... ég vona að við höfum pláss fyrir sólina og hitann í töskunum og að við tökum hana með okkur til Íslands :)


Monday, July 7, 2014

Myndir frá Júní






Fyrir tæpum tveimur vikum síðan fór ég til Köben til að fagna stórum áfanga með Ernu vinkonu :) Hún var að útskrifast sem læknir og nokkrum dögum áður varð hún þrítug. Þetta stóra tilefni nýtti ég mér til að fara í tveggja daga orlof frá strákunum mínum. Það var yndislegt að geta nýtt tímann með vinkonunum og hlaða batteríin, með því að hafa möguleika á því að sofa út og borða í ró og næði ;)





Dönum finnst ekkert betra en að grilla heilan grís á sumrin.... Og er þetta voðalega hugguleg stemming í kringum þetta allt saman, sérstaklega þegar sólin skín og hvítvínið er komið í glas :)



Um daginn var ég að fara yfir myndirnar í símanum mínum og fann ca 10 stk af sjálfsmyndum af þeim bræðrum sem þeir hafa tekið sjálfir einhvern morguninn á meðan ég var að búa til hafragrautinn 
þeirra ;) svona myndir bræða alveg mömmuhjartað í mér. Það að fá að upplifa gleðina sem þeir fá af hvor öðrum og að sjá hvernig vináttan þeirra vex með hverri vikunni sem líður, er eitthvað svo miklu meira og sterkara en ég hafði ímyndað mér :)



Mamma og Stína komu í heimsókn til okkar um daginn. Mamma gaf strákunum gítar sem þeir eru nánast ekki búnir að láta af hendi síðan, við erum að tala um að gítarinn er það fyrsta sem þeir spyrja um þegar þeir vakna á morgana. Og svo er spilað og sungið allan daginn, uppáhalds lagið þeirra Kalli litli könguló :)