Thursday, June 27, 2013

Video // Á trampólíni




Video af stráknum á trampólíni með Andreu Rós í gær :)
Það var hlegið í örugglega 10 mínútur :) og einnig má heyra mig hlægja þarna á bakvið símann, ekki annað hægt þegar þrjú svona mikil krútt koma saman ;)


Síðustu dagar...










Síðustu helgi var okkur boðið í afmælisbrunch upp í sumarbústað hjá Marie vinkonu okkar. Þar var einn leikfélagi fyrir Emil og Isak sem heitir Elias (hann er 2 mánuðum eldri). Emil & Isak elska að leika við önnur börn og sérstaklega ef að það er nýtt og spennandi dót sem ekki er að finna heima hjá okkur ;)

Isak með melonu og vínber

Í gær fórum við í heimsókn til Helgu og Andreu, þar sem var hoppað á trampólíninu og mikið hlegið ;) Því strákunum fannst Andrea Rós svo fyndin og skemmtileg :)
Emil gerði sér einnig lítið fyrir og tók sín fyrstu skref í heimsókninni. Helga var nú ekkert lítið stolt að vera vitni af þessu :)


Tuesday, June 25, 2013

Video // Emil og Isak



Það er langt síðan ég hef sett inn video. Í gær vorum við í útskriftarveislu og tókum við brio vagnana með, því síðustu daga gera bræðurnir nánast ekkert annað en að labba fram og tilbaka með vagnana sína :) Emil er með aðeins meira áhuga á þessu en Isak og því settist Isak bara í vagninn hjá Emil og fékk far fram og til baka :) Þessar rúsínir löbbuðu samanlagt í 2 tíma í veislunni í gær, gáfu sér smá tíma í að borða kvöldmatinn sinn en síðan aftur á gólfið og labba fram og tilbaka! 

Annars er orðið mjög erfitt að ná myndum af litlu fyrirsætunum mínum þar sem þeir eru aldrei kyrrir og nánast engar myndir sem ég hef tekið síðutu vikurnar eru í fókus, því hér á þessum bæ gerist allt nánast á ljóshraða ;)

Wednesday, June 19, 2013




Spurning hvort að það verði einhverntíman svona auðvelt að koma Emil & Isak í rúmið ;)

Ég sé fyrir mér eltingarleik um allt hús til að ná þeim og koma þeim í rúmið!! hahahaha...



Monday, June 17, 2013

17. Júní


Isak með sólina í augunum og tilbúinn að spila & syngja "Hæhó og Jibbý jeyjj"

Emil fór eins langt í burtu og hann gat! ég var mjög þakklát fyrir girðinguna utan um svæðið :)

Við fögnuðum 17. júní saman með íslendingunum hérna í Álaborg. Þar sem við fengum grillaðar pulsur og cupcakes í eftirrétt :) Ég náði að smella þessum tveimur myndum, annars var ég á hlaupum eftir strákunum þar sem þarna var fullt af fólki og heitt grill. Ég var mjög glöð að Jacob gat kíkt á okkur eftir að hann var búinn í vinnu, alltaf gott með aukahendur :)

Gleðilega þjóðhátíð :) 


Sunday, June 16, 2013

Hvar ertu sumar??




Hér rignir eins og enginn sé morgundagurinn og með því fylgja þrumur og eldingar!! Ég bíð spennt eftir að sumarið komi aftur til okkar :) Svo við getum keypt okkur ís og meiri ís ;)

Friday, June 14, 2013

Síðustu dagar...



Ég er búin að kaupa stuttbuxur og sólhatt á þá núna.... þeir greyin voru alltof vel klæddir ;)


Amma & Emil


Isak Eyjapeyji í brunch!


Nýju uppáhalds skórnir mínir... Það er ekkert hægt að þramma um bæinn á háum hælum þegar með er með tvo næstum eins árs peyja til að hlaupa á eftir og bera. Þannig að þægindin eru í fyrirrúmi þetta sumarið :)


Síðasti dagurinn minn í fæðingarorlofi er í dag. Á meðan strákarnir sofa nýti ég tímann minn í að athuga hvort einhverja vinnu sé að fá :) og svo glugga ég aðeins í nýjasta Bolig Magasinet á eftir ;) Þegar maður er búinn að vera heima í eitt ár þá er maður uppfullur af hugmyndum um hvernig maður vill breyta til heima hjá sér :)



Thursday, June 13, 2013

Barnaherbergi Emils & Isaks // Emil & Isaks værelse

Hérna eru nokkrar myndir af herbergi strákanna. Þeir voru 8 mánaða þegar við fórum á fullt með að koma herberginu þeirra í stand og enduðum við síðan þann daginn á því að færa þá yfir í sitt eigið herbergi til að sofa. Ég var oft búin að velta því fyrir mér hvenær væri rétti tíminn til að setja þá í sitt eigið herbergi og hafði aldrei komist að neinni niðurstöðu þar sem það er mjög misjafnt eftir foreldrum. 
Síðan þegar Jacob spurði mig hvort við ættum ekki að prufa að láta þá sofa nóttina í sínu herbergi, hugsaði ég afhverju ekki? þeir hafa alltaf hvorn annan og hefur það gengið vonum framar :)

Herbergið er ekkert rosalega stórt þannig að ég valdi að hafa öll húsgögnin hvít og blanda síðan skemmtilegum litum með. Aðal litirnir eru blár og grænn, þar sem við notum þá liti til að auðvelda vinum og ættingjum að þekkja þá í sundur. Emil er s.s. grænn og Isak blár :)


  


Stafina keypti ég í Bahne // Ljósaserían er frá HappyLights // Posterin í römmunum eru eftir Ingela Arrhenius

Þetta er uppáhalds : "Be Nice To The World Please"



 

Kassarnir uppá skápnum eru frá IKEA en svo setti ég límmiða á þá sem ég keypti í Søstrene Grene.
Ég notaði kökudisk til að teikna línuna sem ég límdi fánana á, til þess að kassarnir myndu allir fá sömu útkomu. Ég er voða ánægð með þessa fínu garland kassa :)
Engillinn sem hangir á skápnum fékk ég frá vinkonu ömmu minnar þegar ég var ólétt. Hún bjó hann til sjálf og vildi endilega gefa Emil & Isak sinn vendarengil.







Yfir skiptiborðinu erum við með þessar flugvélar sem ég er búin að hengja instagram myndir á. Planið er svo að kaupa fleira klemmur í allskonar stíl og fylla bandið með fjölskyldumyndum.

Flugvélarnar eru keyptar í Nýja Sjálandi :)

Þið getið ýtt á myndirnar til að sjá þær stærri :)

Tuesday, June 11, 2013



Emil & Isak að róla með bedstemor og bedstefar :)

Við erum búin að hafa yfir 20 stiga hita núna í 3 vikur, og núna þegar ég er loksins búin að kaupa sólhatt, stuttbuxur og stuttermasamfellur þá spáir rigningu hjá okkur næstu dagana og nóg af henni!! En sumarið má koma aftur ;)

Strákarnir passa vel uppá að ég sé á tánum allan daginn! bara í dag er ég búin að þurkka upp vatn sem var í skál sem Emil náði í, skálin var s.s. útí glugga og allt í einu varð óvenjuhljótt inní herbergi hjá þeim... þá voru þeir að sulla í vatninu á gólfinu. Þeir eru heldur betur orðnir stórir og handalangir ;)
Síðan í hádeginu í dag þá var ég að spjalla við mömmu og strákanir að leika sér í borðstofustólunum eins og svo oft áður, nema að þarna nær Emil uppá borðið og þar er glas með gömlu og köldu kaffi í. Hann nær í glasið og hellir restinni af kaffinu (ca. 1/3 eftir) yfir Isak bróðir sinn, sem greyið sat þarna með kaffi í hárinu og fötunum sínum. Sem sagt kl 13 var ég búin að skipta 2x um föt á þeim bræðrum :) 

Stundum finnst mér þeir alveg vera tilbúnir að byrja í vöggustofu og svo fimm mínútum seinna verð ég voða eigingjörn á þá og tými ekkert að setja þá á vöggustofu ;) Verst að ég get ekki verið í fæðingarorlofi þanngað til þeir verða 18 ;)



Mæli með...



Ég sá um daginn á Instagram að Derma vörurnar (allavega sólavörnin frá þeim) eru komnar í sölu á Íslandi hjá Lifandi Markaði.

Þessar vörur eru rosalega góðar og eru einnig án allra parabena, ilm- og skaðlegraefna. Ég kaupi alltaf handsápu, bodylotion, sturtusápu og blautþurrkur (fyrir strákana) frá Derma. Svo þegar ég er búin með andlitskremið mitt frá Bláa Lóninu þá notað ég dagkremin frá þeim í millitíðinni þanngað til ég kem næst við í Leifstöð :) 


Sólavörnin frá þeim skilur ekki eftir fasta gula bletti í fötum eða handklæðum eins og ég hef upplifað frá sumum öðrum merkjum.
Derma er danskt merki sem framleiðir vörur fyrir alla fjölskylduna. Á heimasíðunni þeirra stendur að vörurnar þeirra innihalda aðeins efni sem eru nauðsynleg og því eru kremin þeirra ekki full af uppfyllingarefnum!

Þessar vörur eru alveg þess virði að prufa :)


Wednesday, June 5, 2013

***



Í dag fórum við og hittum vini okkar þau Otto, Sigrid, Vera og mömmur þeirra. Við gerum góða tilraun til að taka hópmynd af þeim en það er ekki auðvelt að ná mynd af fimm 10 mánaða gömlum gormum sem sitja ekki lengi á sama stað. Það var einfaldlega of spennandi að allt þetta dót sem Vera á :)

Strákarnir eru búnir að fylgjast að með þessum krökkum frá því að þau voru ca 2 mánaða og núna eru þau öll komin með pláss á sömu vöggustofunni hérna í Vejgaard og munu því halda áfram að leika sér saman næstu árin :) Það er bara frábært að vita af því að þegar þeir mæta fyrsta daginn sinn á vöggustofuna að þar eru andlit sem þeir þekkja :)


Gleðilegan feðra dag :)
Emil & Isak vöktu pabba sinn með pakka í morgun, nýjum bakpoka :)


Monday, June 3, 2013

Amelía knúsari


Isak & Amelía 
Emil, Amelía & Isak

Munið þið eftir Isaks fyrsta koss?? Hún krúttlega Amelía kom í heimsókn til okkar í dag ásamt mömmu sinni og sparaði hún ekki knúsin á strákana :) 
Hversu krúttleg er hún? Hún var í fullri vinnu að knúsa þá :)

Takk fyrir komuna elsku Elva og Amelía alltaf svo gaman að fá ykkur í heimsókn :)