Saturday, September 29, 2012

Shopping með mömmu ;)

Friday, September 28, 2012

Mosi


Fallegur Mosi nýji baukurinn sem er seldur til styrktar UNICEF 
Tulipop sá um hönnunina og MP banki styrkir verkefnið!


Meira um Mosa hér




x x x
-hgg




Thursday, September 27, 2012

Vikan

Litlu demantarnir mínir vakna á hverjum morgni með bros á vör og mér finnst það bara aukast með hverjum deginum hversu mikið þeir brosa. Þannig að ég bíð spennt eftir að heyra fyrsta hláturinn hjá þeim. já þótt vinnan sé tvöföld þá fær maður líka alla góðu og skemmtilegu hlutina tvöfalt tilbaka :) 


Morgunhress Isak <3

Morgunhress Emil <3




Við erum svo heppin að vera í íslenskum mömmuhitting. Þar sem við nokkrar íslenskar mömmur hérna í Álaborg hittumst einu sinni í viku með ungana okkar og borðum góðan hádegismat saman :) 
Síðasta þriðjudag fengum við þær til okkar í hádegismat, þar sem kjúklingasalat og brauð var á boðstólnum og súkkulaðikaka og kaffi í eftirrétt :)

Lunch með íslensku mömmunum

Brynja og Isak :)
Helga og Emil á spjallinu

Stella vildi ath hvernig það er að vera með tvö börn ;)

Vinirnir á leikteppinu

Svo á miðuvikudaginn vorum við bara heima í rólegheitunum eftir viðburðaríkan mánudag og þiðjudag.  Við gerðum okkar daglegu magaæfingar. Isak finnst bara best að chilla á maganum á meðan Emil æfir á fullu ;)

Magaæfingar 

Isak alveg himinlifandi með að vera búinn á æfingu ;)

x x x
-hgg



Spurning hvort èg eigi að fjárfesta í gúmmístígvélum?

Thursday, September 20, 2012

Gott ráð...

Kanilsnúðar


Við erum umkring svo góðu fólki hérna í Álaborg, fjölskyldu og vinum sem vilja gera allt til að hjálpa okkur. Þegar þau koma í heimsókn þá koma þau með köku með sér og fjölskyldan kemur ávalt með e-ð í frystirinn okkar (sem er einmitt fullur núna af mat sem fljótlegt er að hita upp). Þetta er algjörlega ómetanlegt hjálp. Það sem við eigum í frystirnum núna eru heimatilbúinar kjötbollur, pizzasnúðar, fiskibollur, lasagne, Bolognes-sósa ofl. Þannig á virkum dögum þegar Jacob hefur átt langan vinnudag og ég ekki haft tíma til að undirbúa kvöldmatinn þá er bara gripið e-ð gott úr frystirnum og vola maturinn til :) Einnig fyrst eftir að við komum heim af spítalanum og gestagangurinn var hvað mestur þá komu gestirnar óbeðnir með e-ð með sér, sem var líka algjört æði, þannig að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því finna e-ð til á borðin handa gestunum. Svo ég tala nú ekki um hvað er gott að smakka nýjar kökur frá öðrum því ég er orðin pínu föst í því sama þegar ég baka. :) 

Þannig fyrir ykkur sem þekkið einhvern sem er nýlega búin að eignast barn/börn, og ykkur langar að hjálpa til, en þið vitið ekki alveg hvernig. Þá myndi ég skella í kanil- og pizzasnúða og skilja eftir í frystinum þeirra :) Ég lofa ykkur að það mun slá í gegn :) Ég vildi óska að ég hefði fattað þetta hérna áður fyrr þegar vinir mínir voru að eignast börn...



x x x
-hgg




Monday, September 17, 2012

Helgin í myndum :)

Ég elska helgarnar þegar við getum "sofið út" fjölskyldan og bara haft það kósý fram eftir morgni... ekkert betra í heimi heldur en að knúsast með þessum molum :)

Isak var e-ð svangur og byrjaði að leita eftir mat á höfðinu á bróður sínum :)

Fórum í göngutúr með demantana okkar :)

Svanavatnið ;)

Ég brosi alltaf allan hringinn þegar ég er úti að labba með þá því ég er svo montin mamma ;)

Nýju skórnir prufukeyrðir!!

spegill?? ;)

x x x
-hgg


Friday, September 14, 2012

Haustið var hér í morgun....

... þannig að ég setti litlu demantana mína í ullarsokka og ég fékk mér einn kaffi latte úr fínu kaffivélinni minni sem ég elska :) já kózý föstudagsmorgun hjá okkur hérna á E6.


krúttlegustu ullarsokkarnir <3

Góða helgi :)


x x x
-hgg




Wednesday, September 12, 2012

Við fengum Evu og Brynju í heimsókn til okkar í dag með ungana sína :) Það er svo gaman að hittast með íslenskum mömmum þegar maður býr erlendis, svo margt sem maður getur lært af hvor annarri og svo skemmir aldrei allar kræsingarnar sem í boði eru :)

Ég var reyndar ekki með mikið í boði í dag þar sem fyrirvarinn var svo stuttur! Ég bauð uppá pakka súkkulaðiköku sem ég náði að brenna smá, þar sem ég gleymdi henni í ofninum útaf því að ég var að sinna Isak :/ en kaffið var hágæða úr nýju vélinni ;)


Eva með ungana :)
Mæðgurnar :)
Mikael Orri krútt

Mæðginin að skoða Isak

Mikael Orri með Ömmu sinni

Eva að spjalla við Isak


x x x
-hgg





Miðvikudagsmorgun

Morgunhressu prinsarnir mínir :)
Myndir sem ekki hafa farið á Instagram ;)

Superman....
Emil leikur kanínu og Isak leikur garðkönnu með stút ;)
<3<3
"talk to the hand"
híhíhí :)
Krúttsprengjur <3
"Isak þú ert svo fyndinn"

Núna bíðum við eftir að íslenskar mömmur komi í heimsókn til okkar með ungana sína :)

x x x
-hgg


Tuesday, September 11, 2012

Instagram myndir

Isak í draumaheimi <3

Isak stjörnurass :*

Supermodelin í myndatöku :)

Sæta Mille-Marie með Emil :)

Mum+Dad=Emil <3

Frá menningarvikunni í Aalborg

Tröllin í göngugötunni

<3 <3

Litlu bangsarassarnir mínir <3 <3


Sleeping beauties :*

Nýja fína tvíburaleikgrindin :)
Nýja fína og fallega kaffivélin mín :)
Mommys Quality-time - kaffi og restar af eplaköku :)

Mitt Instagram: @hannagg

x x x
-hgg


Monday, September 10, 2012

Call me maybe

Þá er loksins öllum hjólreiðakeppnum (í beinni í sjónvarpinu) sumarsins lokið!!! Ég er orðin mun fróðari um lið, keppendur, dóping og reglur í hjólreiðakeppnum núna heldur en í byrjun sumars!!

Þetta hjólalið bjó til flott myndband við Call me maybe, núna í september þegar þeir kepptu í la Vuelta á Spáni !! 


Klárlega liðið sem ég myndi vilja vera í, ef ég þyrfti að velja ;)


x x x
-hgg



Mánudagur

Mánudagur segi þið!!!! og september næstum hálfnaður!!! ég verð búin í þessu fæðingarorlofi áður en ég veit af!!

En ég er útsofin eftir þessa helgi þar sem ég fékk að sofa á sófanum bæði föstudags- og laugardagsnótt og það var bara yndislegt að fá góðan svefn (vanalega sef ég aðeins föstudagsnóttina). Jacob tæklaði tvíburana báðar nætur eins og hann hafi aldrei gert neitt annað, mega ánægð með hann :) sérstaklega þar sem hann er að vinna alla virka daga og er ein mesta hjálparhella þegar hann kemur heim eftir vinnu, hann eldar matinn og græja þvottinn á milli þess sem hann skiptir um bleyjur á E&I :)

Það er svo skemmtilegt að fá gesti í heimsókn eftir að maður eignast börn, þar sem allir koma með heimatilbúnar kökur með sér :) ummmmm..... í gær fengum við ferska eplaköku :) ég mæli með því að eignast börn ;)


Fína tvíburaleikgrindin
Keypti mér þessa fallegu kaffivél um helgina (búin að dreyma í mörg ár um alvöru kaffivél)

x x x
-hgg


Friday, September 7, 2012

Multitaskarinn

Við erum sjaldan með lausar hendur þessa dagana. Það sést kannski best á þessum myndum, þar sem Jacob er komin með meirapróf í multitasking ;)

Jacob þurfti að fara í IKEA fyrir vinnuna sína og auðvitað vildi ég og E&I með ;) okkur "vantaði" nauðsynlega nokkra hluti ;)


Jacob multitaskari :)
Með Emil sofandi framan á sér og að gefa Isak að drekka


Ég tók þessa mynd um daginn þar sem Jacob var að ryksuga (undir rúmi) og Emil steinsvaf í nýja babyBjörn-inum sínum :)


x x x
-hgg


Ég hef fengið fyrirspurn um hvar við fengum uglu-óróan sem er á vagninum okkar. Hann er heimagerður og þar sem sérstaklega var mælt fyrir tvíburavagni. Þannig að ég veit því miður ekki hvar er hægt að kaupa svona óróa fyrir tvíburavagn.