Sunday, July 14, 2013

Á morgun...

Við erum að pakka niður og gera okkur klár í ferðalagið til Íslands á morgun :) 
við erum orðin mjög spennt að koma og knúsa fjölskyldu og vini! :) 

Ég er búin að þvo ca 70 vélar í dag, svo ekki verður svo mikið sem eitt sokkapar skítugt þegar við leggjum af stað ;) 

Nokkrar myndir hér að neðan frá síðustu dögum :)

Sofandi í vagninum

Nýja bílabrautin frá Sollu & Davíð er notuð til að ná uppí gluggan :)

Strákarnir mínir úti að hlaupa í gær :)

Sumar tásur

Sjáumst á Íslandi :)



Tuesday, July 9, 2013

Síðustu dagar...






Um helgina fengum við Sollu & Davíð í heimsókn. Þau fengu aðeins betra veður núna heldur en fyrir ári síðan þegar þau komu ;) núna gætum við allavega sólað okkur í garðinum og notið okkar í ekta sumarveðri. En ekki eins og í fyrra þegar við fórum ekki út nema í góðum vindjökkum ;)
Jacob og Davíð settu um "hlið" í garðinum okkar svo við gátum slappað af án þess að E&I strykju í burtu ;) Þeir stóðu mestan tíman við hliðið og horfðu á grasið sem þeim fannst mikið "grænna" hinum megin ;)


Emil komst inní eldhússkápinn og náði sér í suðusúkkulaði!! hann var alsæll með þetta enda fyrsta skiptið sem hann smakkar súkkulaði ;) eins og myndin sýnir þá var súkkulaði útum allan haus á honum. Isak naut síðan góðs af þessu því hann fékk smakk frá bróður sínum ;)


Isak sjarmatröll :)


"að hátta klukkan átta" er ekki eitthvað sem þessir tveir eru tilbúnir í!! Þeir eru í fullu fjöri langt fram á kvöld. Enda ekki leiðinlegt að hafa leikfélaga allar stundir ;) Ef þið eigið 9+ mánaða barn þá mæli ég eindregið með svona vögnum eins og strákarnir sitja í á myndinni. Þegar ég keypti þessa vagna þá var ég ekki viss um að ég ætti að kaupa einn eða tvo! sem betur fer keypti ég tvo því þetta er aðal sportið núna að labba með vagninn, sitja í honum, skiptast á að sitja og keyra og svo er líka hægt að leggja vagninn á hliðina og snúa hjólunum!! s.s. algjört hitt :)


Monday, July 8, 2013

Í hádeginu







Hádegismaturinn í dag :) Isak finnst maturinn hans Emils smakkast betur og er hann því góður í því að stela sér bitum frá honum ;) 

Í dag er ein vika í að við komum til Íslands :)
Vonandi komum við með sólina með okkur ;) Því við erum búin að vera á stuttbuxum og ermalausum bolum síðustu dagana :) En til öryggist er ég búin að panta pollagalla á þá, svo við erum einnig tilbúin í íslenskt sumar ;)


Wednesday, July 3, 2013

Wish that I could stay forever this young!!




Avicii - Wake Me Up

Nýjasta danslag fjölskyldunnar :) Við hækkuðum vel í græjunum í kvöld og tókum trilltan dans með Emil & Isak! það jafnast ekkert á við brosin og hláturinn þeirra. Börnin manns gefa manni einfaldega svo mikla gleði. Ég hefði aldrei trúað því áður en ég fékk börn :)


Tuesday, July 2, 2013

2 vikur í sumarfrí



Það er minna en tvær vikur í að við fjölskyldan lendum á Íslandi og getum knúsað ættingja og vini :) Emil & Isak æfa sig á hverjum degi í að labba og stefnir allt í að þeir verði bara orðnir nokkuð góðir þegar við komum ;)

Ég vona að við fáum voða gott veður á meðan við erum á Íslandi, það er bara svo miklu skemmtilegra og fallegra þegar sólin skín :)