Friday, November 29, 2013

Að versla í matinn með tvíbura eða eitt barn!!



Ég hef aldrei miklað það fyrir mér að verlsa í matinn með strákana mína og hef ég aldrei upplifað neikvætt viðhorf frá öðrum viðskiptavinum eða starfsfólki verslana, þegar ég mæti með innkaupakerruna. Mjög oft, þá meina ég í svona 90% tilvika, lendi ég á spjalli við einhvern vinalegann í búðinni útaf því að ég er með tvíbura, þar sem ég er spurð útí hvort þeir séu ein- eða tvíeggja og hvort þetta séru strákar eða stelpur. Svo fylgir oft samræðunni að þeir þekki einhvern sem er tvíburi. 
Þegar það kemur svo fyrir að við förum í búðina seinnipartinn eftir að ég hef sótt þá í vöggustofuna og þeir ekki alveg með þolinmæðina á hreinu allan tíman, þá brosir fólk yfirleitt til mín og gefur með vorkunarsvip og segir eitthvað í þá áttina "æ þetta má vera erfitt með tvo"!! 
Svona er þetta búið að vera síðasta eitt og hálft ár og þekki ég því ekkert annað!!

Nema að um daginn þá var Jacob heim með Isak veikann en Emil var hress og fór í vöggustofuna. Á leiðinni heim seinnipartinn þruftum ég og Emil að koma við í búð eins og svo oft áður. Nema að núna ákvað ég að leyfa Emil að fá svona lítla innkaupakerru til að labba með. Á þeirra aldri er ekki fræðilegur möguleiki að ég alein gæti stjórnað þeim báðum í einu með svona inkaupakerru, þannig að núna var Emil svo heppinn að vera einn í búðinni með mér. Emil fannst þetta svo gaman að hann hljóp af stað með kerruna inn í búðina og tók 15 hringi í kringum grænmetiseyjuna, svo komum við að mjólkurkælirnum og Emil vildi ekki setja mjólkina í kerruna heldur halda á henni. Þarna þurfti ég að tala hann aðeins til, til að fá mínu fram að mjólkin færi í kerruna og að við myndum fara að kassanum til að borga. Emil var ekki alveg sáttur í fyrstu og lét alla í búðinni vita af því. Þegar ég lít upp í kringum mig þá horfa allir á okkur með svona "hefuru ekki stjórn á barninu þínu" svip, sem ég hef ALDREI upplifað áður þegar ég er með þá báða!
Þannig að næst þegar að þið sjáið foreldra útí búð með barnið/börnin sitt/sín sem lætur aðeins heyra í sér, ekki gefa þá frá ykkur einhvern súrann svip heldur brosið til þeirra, þannig að foreldrarnir haldi ekki að allir í búðinni hafi hringt á barnaverndayfirvöld og að þau bíði þeirra þegar þau koma heim!! :)




Vonandi eigið þið góða helgi :)


Monday, November 11, 2013

Jólafötin eru komin í H&M...


... fyrir ykkur sem eruð á leiðinni erlendis fyrir jólin. Þá eru jólafötin komin í H&M fyrir Þau minnstu :)


Fyrir prinsinn...

Fyrir prinsessuna...






Monday, November 4, 2013

Hjólabræður





Rétt eftir að strákarnir fæddust barst okkur gjöf frá nágrönnum tengdaforeldra minni. Það voru tvö þríhjól, þessi gömlu góðu sem notuð eru á leikskólum. Nágranninn hafði fengið hjólin gefins þar sem átti að henda þeim, en í staðinn gerði hann þau upp. Hann s.s. málaði hjólin blá, smíðað ný sæti og setti ný handgrip á. Núna líta hjólin út eins og ný :) Um helgina prufuðum strákarnir hjólin í fyrsta skiptið og var það mjög vinsælt :) Emil vildi nú helst bara ýta Isak áfram eins og hann er vanur að gera með brio-vagninn hér heim :)


Hvað getur maður beðið um meira í lífinu heldur en tvo svona glaða og yndislega bræður? 
Ég á ennþá erfitt með að trúa því að líkaminn minn hafi geta framleitt tvö börn í einu... Það er náttúrulega bara kraftaverk!! :)



Thursday, October 31, 2013

Bollubakstur...



Strákarnir mínir keyra ennþá á sumartíma (breyttist síðustu helgi) sem þýðir að þeir hafa vakna á hverjum morgni alla vikuna á milli kl. 5 og 5.30..... takk fyrir. En það þýðir bara extra kaffibolla fyrir mig og að við getum átt lengri morgna saman :)

Í morgun þegar ég kom með strákana í vöggustofuna þá voru börnin að baka bollur. Emil og Isak brettu upp ermarnar og hófu strax baksturinn!! Þetta fannst þeim mjög svo spennandi, að varla gafst tími til að knúsa mig bless.


Tuesday, October 29, 2013

Haustlitirnir


Bedstemor med Isak & Emil
Isak og hundurinn Odin
Emil


Emil
Bræðurnir elska að vera úti að leika!! Heima hjá okkur erum við með garð, en hann er ekki lokaður nógu vel af þannig að ég treysti mér ekki að vera alein með þá úti, því þeir eru ansi fljótir að hlaupa í burtu (það er hægt að komast inn og út úr garðinum okkar á tveimur stöðum, þeir taka vanalega hver sinn útgang)! Þannig að ég elska þegar við komumst um helgar í sveitina til tengdó og getum sleppt strákunum "lausum". Þar er einnig að finna rólur, fótbolta, hund, ketti, kýr og hænsni. 

Haustlitirnir eru búnir að vera svo fallegir síðustu vikurnar eins og þið getið séð á myndunum. 

Thursday, October 24, 2013

Ísland // Sumarbústaður






Við eyddum einni viku í sumarbústað saman með mömmu og ömmu í sumar. 
Ég sé það núna að við neyðumst til að kaupa almennilega myndavél, þar sem svo mikið af myndunum okkar eru ekki í nógu góðum gæðum. Síminn minn er orðinn mjög hægur og gamall, og finnst mér eins og myndirnar séu að verða verri og verri. Kannski er það bara einhver vitleysa í mér ;)

En ég hef verið að velta þessari myndavél fyrir mér, Canon EOS M. Ég sá að Erna Hrund á Reykjavík Fashion Journal notar þessa vél og finnst mér myndirnar hennar mjög skýrar og flottar. Er einhver myndavélasérfræðingur sem getur mælt með þessari vél?



Wednesday, October 23, 2013

Hurðaskellir



Við áttum í smá basli með Emil og Isak fyrir nokkrum mánuðum síðan, þar sem þeim fannst svo spennandi að opna alla skápa, skúffur og ísskápinn/frystirinn. Og til að forðast að þeir myndu alltaf var að tæta allt úr skápum og skúffum þá byrjaði ég á því að kenna þeim að loka og svo að fagna því eins og enginn væri morgundagurinn með klappi og "jeyji". Þessi aðferð hefur reynst mjög vel og er núna nánst ómögulegt fyrir okkar að opna nokkra skúffu né skápa, því þá eru bræðurnir mættir til að loka og klappa :) Til að mynda þegar ég er að græja matinn í eldhúsinu og þarf að opna ísskápinn, setja í uppþvottavélina... þá eru mættar fjórar litlar hendur sem vilja loka... med det samme! ;) 
Þeir bræða mig á hverjum degi með sjarmanum sínum og gefa lífinu okkar Jacobs mikinn lit á hverjum degi!! Ég gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra :)

Ég er aftur á móti ennþá að finna leið til að fá þá til að hætta að taka alla hluti úr gluggakistunni inní stofu.. ásamt því að hætta að hrista gardínurnar!!! Eru þið með einhverja góða lausn?

Tuesday, October 22, 2013

Nýtt í barnaherberginu



Á Íslandi keypti ég þetta fína plakat með íslenska stafrófinu frá Tulipop. Ég er mjög meðvituð um mikilvægi þess að örva íslenskuna hjá Emil og Isak og því fannst mér plakat með íslenska stafrófinu vera góð sjónræn áminning. Ég er líka með flestar bækur og barnaefni á íslensku. Sem vonandi skilar sér svo eftir nokkur ár í því að þeir verða jafnvígir í dönsku og íslensku :)

Plakatið fæst m.a. hér

Herbergið í heild sinni má finna hér


Monday, October 21, 2013

Instagram lately








Nokkrar myndir frá sumarfríinu okkar á Íslandi. Við áttum yndislega tíma með fjölskyldu og vinum. Við fórum til Eyja, í sumarbústað við Flúðir og til Reykjavíkur :)
Á afmælisdegi strákanna fórum við niður í bæ og ætlaði ég heldur betur að dekra við strákana mína. Við fórum á cafe Paris, en því miður var ekkert til á barnamatseðlinum þeirra, þannig að ég skaust útí 11/11 og keypti mat handa þeim svo að við gætum notið góða veðursins niðrí bæ :)







Þegar við komum heim frá Íslandi byrjuðu strákanir í vöggustofu og eru myndirnar hérna að ofan frá fyrstu dögunum, á meðan aðlögunin stóð yfir :)
Tvær síðustu myndirnar eru myndir sem ég tók til að setja í fatahengið þeirra.
Þekkið þið þá í sundur? ;)





Sumar í sveitinni hjá Bedstemor og Bedstefar. 


Isak í eins árs skoðun







Hin árlega fjölskylduferð í Fårup sommerland, var farin um miðjan ágúst. Mamma ákvað að skella sér með og kom í stutta helgar ferð til okkar :) Það var svo gaman að hafa hana með :) Og prufuðum við alla rússíbanana og önnur tæki ;)
Hérna eru myndir frá því í fyrra :)







Rúmum mánuði eftir að strákarnir byrjuðu í vöggustofu þá komu fyrstu veikindin, og er ég nánast búin að vera heima með að minnstakosti eitt barn síðasta mánuðinn, þar sem þetta er keðjuverkandi. Einn byrjar og svo kemur hinn á eftir!! En í dag eru þeir báðir í vöggustofu og full af orku :)
Það eru búnir að vera alveg rosalega flottir haustlitirnir hjá okkur. Við fórum í dagsferð til Herning í síðustu viku þar sem við fundum þetta fína leiksvæði sem þið sjáið á síðustu myndinni :)