Thursday, June 28, 2012

+20 kg

Þá er nú heldur betur farið að styttast í að litlu peyjarnir mínir koma eða ca. 3 vikur :) og er stóri maginn farinn að segja til sín hvað þyngd varðar!! Það eitt að setja í þvottavél eða að fara í sturtu  er eins og að hlaupa maraþon (allavegna svona miða við hversu móð ég verð ) ;) 

Í vikunni skaust ég inní eina gjafavöruverslun og þá spurði verslunarmaðurinn mig hvort næsta stopp hjá mér væri fæðingardeildin... þannig að ætli fólk sem mætir mér útá götu sé ekki bara hrætt um að ég missi vatnið á skóna þeirra ;) 

Ég átti einmitt mjög erfiðan dag um daginn þegar ég fattaði að óléttubuxurnar mínar pössuðu ekki lengur á mig vegna þess hversu stór maginn minn væri, þá mátti sjá tár á vanga mínum og ég leit á Jacob og spurði hann hvort það væri ekki regla að ef óléttufötin væru orðin of lítil að þá væru börnin tilbúin til að koma út!!! en það var víst bara draumur hjá mér ;)


Síðan á morgun mun ég takast á við þá stóru áskorun um að finna einhver þokkaleg föt úr skápnum mínum sem passa þar sem ég er að fara í afmæli, þið ættuð öll að þakka fyrir að vera á Íslandi, því ég held að þetta verði ekki auðvelt verk og ekki fyrir viðkvæma að vera viðstadda ;) Annars er það sem heldur mér á tánum fyrir þetta afmæli eru kökurnar :) hahaha..... 



Sýnishorn úr barnaherberginu :)




x x x
-hgg



Wednesday, June 27, 2012

Instagram // life lately according to my iphone

Instagram: @hannagg

Í byrjun árs hittumst við vinkonurnar í Køben
Á leiðinni til Íslands

Sparngað í Eyjum
Körfubolti með litlu bræðrum mínum
Nágraninn okkar búinn að flagga 
Páskakaffi
Sumar :)
Scrabble night
Karnival 2012
Sumarganga um daginn
Hádegismaturinn minn í gær :)

x x x
-hgg


Monday, June 25, 2012

Undirbúningur // @E6

Þegar við leituðum eftir íbúð sem hentaði okkar stækkandi fjölskyldu, var ekki úr miklu að velja á því svæði sem við óskuðum okkar. Síðan var það eitt sunnudagskvöld sem við duttum í lukkupottinn, þar sem okkur bauðst íbúð í fínu húsi, með garði og bílskúr á því svæði sem við höfðum leitað mikið á. Sunnudaginn eftir vorum við flutt inn... þannig að þetta smell passaði :)
Við höfum verið að koma okkur fyrir svona hægt og rólega og sé ég núna að líklegast mun það taka okkur næstum út árið að gera húsið eins heimilislegt og við viljum hafa það.
Enn sem komið er þá er boðstofan uppáhalds rímið mitt, það er bara eitthvað svo sjarmerandi við svona bogaglugga í dönskum stíl :)


Mynd frá afmælinu hans Jacobs fyrr á þessu ári :)


Um helgina byrjuðum við á því að græja barnaherbergið, þar sem ca. 4 vikur eru í komu tvíburanna og ég finn vel að úthaldið mitt verður minna með hverri vikunni og því er gott að klára sem mest á meðan ég hef orkuna :) Við settum saman kommóðu fyrir barnafötin, ásamt því að setja saman annað rúmið. 
Ég mun setja inn myndir af herberginu þegar það verður tilbúið :)


x x x
-hgg


Thursday, June 21, 2012

Double trouble


Um daginn rakst ég á þessar fyndnu samfellur þegar ég var að vafra um netið :) 
















Photos from: TwinsMarket

En þessi mynd finnst mér fyndnust :) hahaha......



Ég er farin út að njóta góða veðursins sem loksins ákvað að koma aftur eftir nokkra vikna fjarveru :)


x x x
-hgg



Wednesday, June 20, 2012

Eyjamaður í útlöndum yfir Þjóðhátíðina!!


Afi, ég & mamma inní tjaldi :)

Afi & amma með mig & Eyrúnu uppí brekku :)


Hversu sterk tengslin mín við eyjarnar, eru alltaf að verða skýrari og skýrari fyrir mér. Og þegar það fer að nálgast fyrstu helgina í ágúst þá byrjar fiðringurinn að segja til sín, alveg sama hvar í heiminum ég bý. Frá því ég fæddist þá hef ég sleppt 2x að fara á Þjóðhátíð!! Þannig að núna í ár verður það í mitt 3 skipti sem ég ekki mæti í dalinn. Þegar ég komst að því að ég væri ólétt og reiknaði út komu erfingjanna þá hugsaði ég: "ok þeir koma í kringum þjóðhátíðina og ég mun líklegast ekkert finna fyrir því að það sé að koma Þjóðhátíð þegar ég verð með tvo pínkulitla peyja til að hugsa um". En núna þegar það eru fréttir daglega um gang mála í eyjum tengdar þjóðhátíð, þá kemur þessi "mig langar að fara á þjóðhátíð" tilfinning. 


Þessi eyja sendir einhverja töfra frá sér sem enginn getur útskýrt og á sama tíma er ekki hægt að útskýra þessa löngun til að vera í Dalnum þessa tilteknu helgi, hvort sem maður sé í sumarfríi erlendis, í sumarbústað úti á landi eða búsettur erlendis og bíður eftir komu tveggja danskra-eyjapeyja ;)

En eins og ég sagði í fyrra.... þá kem ég á næsta ári, nema núna með tvíburana með mér svo þeir fái sem börn að upplifa það sem ég fékk. Það var ekki minni spenningurinn fyrir þjóðhátíðinni heldur en jólunum þegar ég var barn... því á þjóðhátíð þá fékk maður hárkollur, hatta, sprey, kandíflos, ís, popp og hápunkturinn var að sjá brúðubílinn :) Það eru hrein forréttindi að vera eyjamaður :)





x x x
-hgg


Tuesday, June 19, 2012

Tvillinge café // Tvíbura kaffi



33 vikur


Hérna í Danmörku er haldið voðalega vel utan um meðgönguna mína og stundum finnst mér þetta vera full vinna að mæta í allar þessar skoðanir og viðtalstíma sem eru skipulagðir alla meðgönguna. Í fyrsta tímanum mínum hjá ljósmóður hérna í Aalborg þá segir hún mér frá því að einu sinni í mánuði sé tvíbura kaffi á vegum ljósmæðramiðstöðvarinnar, þar sem verðandi tvíburamömmur og pabbar hittast frá 8.30 til 11.30. Fyrrihluta morgunsins þá er það ljósmóðurin mín sem segir frá fæðingu og/eða keisara og hvernig ferlið sé. Þetta er mjög fræðandi sérstaklega fyrir mig sem hef aldrei gengið í gegnum hvorutveggja. Síðan seinni hluta morguns þá koma tvíburamæður með ungana sína og segja frá þeirra reynslu og upplifun á fæðingunni og öllu því sem á eftir kemur. Til að mynda síðast þegar ég fór þá voru 6 mömmur sem komu og því voru 12 börn, alveg yndislegt <3

Ég hef farið 2x og hefur þetta skilið svo ótrúlega mikið eftir sig, bæði fræðilega og einnig að komast í sambandi við aðra tvíburaforeldra. Þetta er super afslappað að hætti Dana og fær fólk þarna tækifæri til að spjalla saman og miðla sinni reynslu og þekkingu. Pabbarnir hafa einnig mjög gaman af þessu þar sem þeir eru yfirleitt búnir að hópa sig saman útí horni þegar líða fer á og ræða um hvaða bílar henti nú best fyrir fjölskyldu sem hafa þarf tvíburabarnavagn og tvo bílstóla meðferðis :) 


x x x
-hgg


Monday, June 18, 2012

Undirbúningur // Hannas little bakery

Undirbúningur fyrir komu tvíburanna er að komast svona hægt og rólega af stað. Ég fékk þá flugu í hausinn að það gæti verið gott að baka alveg heilan helling af allskonar bakkelsi og setja í frystinn þannig að þegar gestir koma í heimsókn að sjá nýju tvíburana, verður bara hægt að taka úr frystinum og setja inní ofn í smá stund og vola.... bara eins og úr bakarameistaranum ;)
Þar sem kannski mun ekki alltaf gefast tími til að búa til góðgæti fyrir gestina :)

Þannig að ég hef opnað lítið bakarí inní eldhúsi hjá mér :)
Hérna er það sem má finna í frystirnum hjá mér og það er meira væntanlegt :)




Kanilsnúðar


Pulsuhorn


Kornflexkökur



Ein sort á dag kemur skapinu í lag ;) hohoho.....


x x x
-hgg


Friday, June 15, 2012

Hanna & Jacobs Summer list

Ég fékk allt í einu pínu panik um daginn ef svo má kalla, vegna þess að mér fannst alltí einu ég átta mig á því að þegar tvíburarnir koma í heiminn að þá gætum við ekki gert allt sem okkur langaði og yrðum ekki eins frjálsfara okkar. Þannig að ég settist niður með Jacob og við bjuggum til sumarlista, yfir alla þá hluti sem okkur langar að gera í sumar áður en tvíburarnir koma. 

Sumarlistinn 2012
  1. Grilla með góðum vinum
  2. Búa til kokteila til að drekka úti í góða veðrinu (óáfenga fyrir mig auðvitað ;) )
  3. Fara með fjölskyldunni í Fårup sommerland
  4. Kíkja í Karolinelund
  5. Spila kubb, kriket ofl. með góðum vinum
  6. Kíkja á ströndina
  7. Búa til sumar playlist
  8. Fara út í brunch
Við erum nú þegar búin með nr 1 & 5 og oftar en einu sinni :) Einnig erum við komin með góðan sumar playlist sem okkur finnst ekki leiðinlegt að dansa um stóru stofuna okkar við, ég get lofað ykkur að okkar verður seint boðið að taka þátt í "dancing with the stars" ;)
Einnig nýttum við tækifærið um daginn og skelltum okkur niður í bæ í brunch í góðaveðrinu :)


Grill meistarinn :)



Grillaðir sykurpúðar




Hvað er á ykkar sumarlista þetta sumarið?
plíz ekki segja þjóðhátíð ;)

Gleðilegan föstudag og njótið helgarinnar :)

x x x
-hgg


Thursday, June 14, 2012

Pakki frá Íslandi





Fyrir nokkrum vikum kom pósturinn með pakka til mín, ég hafði ekki hugmynd um að það væri pakki á leiðinni. Ég varð mjög spennt og forvitin um hver hefði verið að senda mér pakka frá Íslandi. Þegar ég opna pakkann koma þessi pínku litlu og fallegu prjónaföt uppúr kassanu, 2x húfa, vettlingar og sokkar í babybláu. Meðfylgjandi í kassanum var svo bréf og þegar ég var varla hálfnuð með bréfið þá byrjuðu bara tárin að leka.... ég var ekki að trúa þessu! 

Þessi fallegu litlu prjónaföt komu frá Dúnu góðvinkonu ömmu minnar, Dúna hafði verið dagmamma mín sem barn og seinna meir nágranni ömmu og afa. Þessi yndislega kona lést svo í lok mars á þessu ári, en hafði beðið sameiginlega vinkonu hennar og ömmu (Ásu Ingibergs) að prjóna þessi fallegu föt á tvíburana. Þetta bréf tók mig alveg úr jafnvægi að hún skildi hafa hugsað svona fram í tímann og að hún hafi verið að hugsa til mín. Stuttu eftir að ég var búin að lesa bréfið kemur Jacob heim og sér að ég sit þarna grátandi, hann kemur til mín og spyr hvað sé að og þegar ég ætlaði að fara að segja honum frá bréfinu og pakkanum þá byrjaði ég aftur að gráta og kom ekki upp orði, hann greyið skildi ekkert í hvað var í gangi, þannig að ég rétti honum bréfið sem hann auðvitað skildi ekkert í, þar sem það var á íslensku. En á endanum náði ég andanum og að segja honum alla sögu. Ég skrifa þennan grátur alfarið á hormónana ;) Þessi pínkulitlu föt eru líka svo vel gerð hjá henni Ásu Ingibergs og mun hún fá stórt knús frá mér og tvíburunum þegar við  komum til Eyja :)

Þessi gjöf sannar að það er hugurinn á bak við gjöfina sem skiptir mestu máli :)

x x x
-hgg

Wednesday, June 13, 2012

Meðgangan

Þegar ég komst að því í snemmsónar að ég væri með tvíbura þá byrjaði ég ósjálfrátt að hugsa um meðgönguna sem framundan var hjá mér. Ég byrjaði að kvíða fyrir mörgum hlutum sem höfðu aldrei komið í huga minn áður þegar ég hugsaði um meðgögnur sem ég ætti eftir að fara í gegnum, þá ávallt með eitt barn í huga ;)
Þessar áhyggjur voru síðan algjör óþarfi þar sem ég hef ekki fundið fyrir miklu meirihluta meðgöngunnar, ég hætti t.d. að hjóla daglega í viku 28 og er það aðeins núna sem ég finn fyrir því að ég get ekki gert allt sem mig langar til, vegna þess að þreyta og of stór magi standa þar í veginum.
Ég tel mig því hafa verið mjög heppna það sem komið er af þessari meðgöngu og vona ég bara að framhaldið verið jafn gott :)

Eitt sem ég get samt ekki vanist og mér finnst alltaf jafn yndislegt og jaðra við kraftaverk... er þegar ég finn fyrir þessum kröftugu spörkum sem peyjarnir spara ekki. Ég get dottið útúr samræðum og einfaldlega bara starað á magann á mér og fylgst með þessum ótrúlegu hlutum sem eru að gerast þarna inni :) já, ég er orðin eitthvað svo mjúk og væmin á þessari meðgöngu, að við minnstu hluti geta komið fram tár sem erfitt að er að útskýra fyrir öðrum :)

16 vikur

23 vikur


30 vikur

x x x 
-hgg

Tuesday, June 12, 2012

Tvíburadagbókin #1

Tvíburabumba í sólbaði :)

Tvíburadagbókin verður dagbók fyrir okkar stækkandi fjölskyldu hérna í DK og er ætluð fyrir fjölskyldu og vini um allan heim sem hafa ekki tækifæri á því að taka þátt í hversdagslífi tvíburanna. 
Ætlunin er að skrifa um ævintýri okkar fjölskyldunnar í þessu krefjandi foreldraverkefni sem framundan er. 

Vonandi eigið þið eftir að hafa gaman af því að fylgjast með okkur fjölskyldunni :)

x x x
-hgg