Wednesday, September 12, 2012

Við fengum Evu og Brynju í heimsókn til okkar í dag með ungana sína :) Það er svo gaman að hittast með íslenskum mömmum þegar maður býr erlendis, svo margt sem maður getur lært af hvor annarri og svo skemmir aldrei allar kræsingarnar sem í boði eru :)

Ég var reyndar ekki með mikið í boði í dag þar sem fyrirvarinn var svo stuttur! Ég bauð uppá pakka súkkulaðiköku sem ég náði að brenna smá, þar sem ég gleymdi henni í ofninum útaf því að ég var að sinna Isak :/ en kaffið var hágæða úr nýju vélinni ;)


Eva með ungana :)
Mæðgurnar :)
Mikael Orri krútt

Mæðginin að skoða Isak

Mikael Orri með Ömmu sinni

Eva að spjalla við Isak


x x x
-hgg





No comments:

Post a Comment