Thursday, September 27, 2012

Vikan

Litlu demantarnir mínir vakna á hverjum morgni með bros á vör og mér finnst það bara aukast með hverjum deginum hversu mikið þeir brosa. Þannig að ég bíð spennt eftir að heyra fyrsta hláturinn hjá þeim. já þótt vinnan sé tvöföld þá fær maður líka alla góðu og skemmtilegu hlutina tvöfalt tilbaka :) 


Morgunhress Isak <3

Morgunhress Emil <3




Við erum svo heppin að vera í íslenskum mömmuhitting. Þar sem við nokkrar íslenskar mömmur hérna í Álaborg hittumst einu sinni í viku með ungana okkar og borðum góðan hádegismat saman :) 
Síðasta þriðjudag fengum við þær til okkar í hádegismat, þar sem kjúklingasalat og brauð var á boðstólnum og súkkulaðikaka og kaffi í eftirrétt :)

Lunch með íslensku mömmunum

Brynja og Isak :)
Helga og Emil á spjallinu

Stella vildi ath hvernig það er að vera með tvö börn ;)

Vinirnir á leikteppinu

Svo á miðuvikudaginn vorum við bara heima í rólegheitunum eftir viðburðaríkan mánudag og þiðjudag.  Við gerðum okkar daglegu magaæfingar. Isak finnst bara best að chilla á maganum á meðan Emil æfir á fullu ;)

Magaæfingar 

Isak alveg himinlifandi með að vera búinn á æfingu ;)

x x x
-hgg



1 comment:

  1. Æðislegir þessir gullmolar og þú dugleg :)
    Bestu kveðjur
    Heiða Pálrún

    ReplyDelete