En ég er útsofin eftir þessa helgi þar sem ég fékk að sofa á sófanum bæði föstudags- og laugardagsnótt og það var bara yndislegt að fá góðan svefn (vanalega sef ég aðeins föstudagsnóttina). Jacob tæklaði tvíburana báðar nætur eins og hann hafi aldrei gert neitt annað, mega ánægð með hann :) sérstaklega þar sem hann er að vinna alla virka daga og er ein mesta hjálparhella þegar hann kemur heim eftir vinnu, hann eldar matinn og græja þvottinn á milli þess sem hann skiptir um bleyjur á E&I :)
Það er svo skemmtilegt að fá gesti í heimsókn eftir að maður eignast börn, þar sem allir koma með heimatilbúnar kökur með sér :) ummmmm..... í gær fengum við ferska eplaköku :) ég mæli með því að eignast börn ;)
Fína tvíburaleikgrindin |
Keypti mér þessa fallegu kaffivél um helgina (búin að dreyma í mörg ár um alvöru kaffivél) |
x x x
-hgg
Á kaffivél sem notar sömu hylki og þessi. Þetta er algjör snilld og eðal kaffi finnst mér :)
ReplyDeleteHvaða týpu af hylkjum (kaffi) kaupir þú?? ég er ennþá að reyna að finna hvaða týpu mér finnst best :)
Delete