Í síðasta þætti af Heimsókn,
heimsótti Sindri Sindrason
Tinnu Ólafsdóttur tvíburamömmu
og framkvæmdarstjóra Ígló kids.
Mér fannst alveg extra skemmtilegt að sjá þennan þátt,
þar sem þau eiga mjög fallegt og persónulegt heimili :)
Ég kannaðist einmitt við margt þarna
þar sem ég er einmitt líka með
stóra tvíburaleikgrind inní stofu hjá mér
ásamt því að það er nánast tvennt af öllu,
matarstólum, leikföngum o.s.fr. :)
En eins og hún sagði að
þá eftir ca 20 ár þegar allt lífið og dótið
frá börnunum er farið af heimilinu
mun maður líklegst sakna þess :)
Svo það er um að gera að njóta á meðan er :)
Fyrir ykkur sem ekki eruð búin að sjá þáttinn þá getið þið
séð hann inná visir.is eða með því að klikka hér
-hgg