Friday, November 30, 2012

Heimsókn - Tinna Ólafsdóttir


Í síðasta þætti af Heimsókn, 
heimsótti Sindri Sindrason 
Tinnu Ólafsdóttur tvíburamömmu 
og framkvæmdarstjóra Ígló kids.



Mér fannst alveg extra skemmtilegt að sjá þennan þátt, 
þar sem þau eiga mjög fallegt og persónulegt heimili :) 
Ég kannaðist einmitt við margt þarna 
þar sem ég er einmitt líka með 
stóra tvíburaleikgrind inní stofu hjá mér 
ásamt því að það er nánast tvennt af öllu, 
matarstólum, leikföngum o.s.fr. :)
En eins og hún sagði að 
þá eftir ca 20 ár þegar allt lífið og dótið 
frá börnunum er farið af heimilinu 
mun maður líklegst sakna þess :) 
Svo það er um að gera að njóta á meðan er :)

Fyrir ykkur sem ekki eruð búin að sjá þáttinn þá getið þið 
séð hann inná visir.is eða með því að klikka hér



x x x
-hgg




Jólaundirbúningur um helgina



Um helgina ætlum við að undirbúa jólin 
með því að kaupa jólagjafir, skreyta og baka :) 
Svo á sunnudaginn verður föndrað jólaskraut 
ásamt því að borða æbleskiver og drekka heitt súkkulaði :)

Núna er Jacob að búa til jóla-playlista á meðan 
ég skipulegg jólagjafainnkaup morgundagsins :)

Wham - Last christmas

Það er eitthvað svo jólalegt við 
þessa gömlu coca cola jólaauglýsingu

Coca cola 

Ég er búin að setja jólahringitóninn minn á 
og er það Christmas Lights með Coldplay

Coldplay - Christmas Lights



Góða helgi og njótið jólaundirbúningsins :)

x x x
-hgg




Thursday, November 22, 2012

Passamyndataka

Fór með strákana í passamyndatöku í gær, 
sem gekk bara ágætlega nema að það má ekki brosa á passamyndum 
og Emil var með heimsis stærsta bros í ca 5 mín. 
Ljósmyndarinn reyndi eins og hann gat að fá Emil til að loka munninum.
Ég bara hló og hló inní mér því mér fannst Emil svo fyndinn, 
En á endanum náði hann einni mynd þar sem Emil var ekki með þetta risa bros
ekki náðist þó að loka munninum á honum ;) hehehe...
Isak byrjaði líka á því að setja upp heimsins stærsta bros 
en þar sem ljósmyndarinn var greinilega ekki tilbúinn 
í annan svona bros krakka, 
þá kallaði hann svona sterkri karlmanns röddu 
"HEY" á Isak 
og honum brá svo 
að hann brosti ekki meir á meðan við vorum þarna inni!!!  



Hérna er svo útkoman :)

Þá er næsta skref að skila inn umsókninni um vegabréf og þá
styttist heldur betur í að við komum í heimsókn til Íslands :)


x x x
-hgg




Tuesday, November 20, 2012

Bræðurnir Emil & Isak


Við vorum svo heppin að við fengum Maja í heimsókn um helgina 
og tók hún góðu myndavélina sína með sér :) 
Hún náði alveg helling af flottum myndum af prinsunum, 
ég valdi nokkrar úr til að sýna ykkur :)

Ekki leiðinlegt að hafa ALLTAF einhvern til að spjalla og hlæja með ;)

<3 Jacobssynir <3

Svona rúlla þeir alla daga, hressir og kátir :)

<3 Strákarnir mínir <3

Fjölskyldan :)
sé það hérna að strákarnir fá undirhökuna frá mér ;) hehehe...


Það var sagt við mig þegar ég var ólétt að það besta sem maður 
gæti gefið börnunum sínum væri systkini 
og er ég núna alveg sammála 
eftir að hafa fylgst með mínum strákum 
og sjá hvað þeir fá mikla gleði af hvor öðrum :)
 
Ég er alltaf að gera mér betur og betur grein fyrir því hvað 
það eru mikil forréttindi að vera tvíburamamma :)


x x x
-hgg



Tuesday, November 13, 2012

Nokkrar myndir fyrir pabbann sem er í vinnuferð í þýskalandi :)





Sófakúr :)


Eftir að ég var búin að skutla Jacobi út á flugvöll í gær, kom ég heim 
og setti strákana á gólfið til að klæða þá úr útifötunum ég byrjaði á Emil og lagði hann svo á magan þegar ég var búin til að klæða Isak úr. Á meðan ég klæddi Isak úr þá velti Emil sér í fyrsta skiptið frá maganum yfir á bakið :) :) mega stolt mamma ;)  
Ég prufaði svo að setja hann strax aftur á magan og búmmmm!!! hann velti sér aftur :)
Leiðinlegast var að þetta hafi ekki gerst fyrr um daginn þegar Jacob var enn heima :/
En ég reyndi að ná mynd af þessu í seinna skiptið til að sýna honum :)






x x x
-hgg




Monday, November 12, 2012

Emil & Isak fóru í sitt fyrsta afmæli á laugardaginn :)
En þá varð prinsessu-vinkona þeirra Andrea Rós 1 árs...


Andrea Rós að opna pakkana sína :)

Sæta afmælisbarnið með fínu fínu afmæliskökuna sína :)


Afmælisgestir :) ég & Isak <3


... og Emil :)

Við eigum alveg rosalega heitfeng börn sem verða bara óróleg ef að þeim verður of heitt. 
þar af leiðandi þegar ég var búin að klæða strákana mína
 í fín föt fyrir afmælið þá leið ekki hálftími 
áður en við vorum búin að taka þá í öllu nema 
samfellunni og sokkabuxunum!! 
Þannig að fína peysan og flottu buxurnar sem ég setti þá í var bara geymt ofaní tösku!! ;)

Takk kærlega fyrir okkur Helga, Søren & Andrea Rós :) 
alltaf svo yndislegt að koma til ykkar :*

x x x
-hgg


Friday, November 9, 2012

Þessu sætu bræður geta gert svo mikið af fyndnum andlitum :)
En stundum geta þeir líka fengið mig til að óska þess 
að ég gæti haldið á þeim báðum samtímis 
og það fer stundum voða í mömmuhjartað að geta ekki knúsað þá báða
 á sama tíma þegar þeir þurfa þess. 
En þá byrja ég að syngja hástöfum fyrir þá, og er brekkusöngs-lögin 
oftast fyrir valinu, þannig að þeir verða vanir á næsta ári
þegar þeir mæta í brekkuna ;)

Fyndni Isak & Emil pósari ;)

Jacobssynir <3

Það er ennþá svo fallegt haustveður hjá okkur, 
sem gerir það enn skemmtilegra að fara útí göngutúr með prinsana :)
Ég er búin að ná mér í Pedometer app-ið í símann minn sem hún Ása mældi með á síðunni sinni,
sem sýnir alla tölfræði úr mínum göngutúrum :) 
Þar sem ég er auðvitað með sama markmið og 
flestir íslendingar "í kjólinn fyrir jólin" ;) 




Góða helgi :)



x x x
-hgg



Monday, November 5, 2012

Sveitin í gær

Við eyddum gærdeginum í sveitinni og tókum góðan göngutúr 
og borðuðum góðan mat :) 
Strákarnir hafa örugglega aldrei sofið betur heldur en í sveitaloftinu og
í flotta retro vagninum sem þeir eiga uppí sveit :)




Eftir að hafa rölt um túnið þá fórum við uppí skóg 
til að ath hvort við gætum ekki fundið köngla 
til að búa til jólaskraut fyrir jólin :)




Einnig völdum við okkur tré sem við ætlum að fella niður 
og búa til sófaborð og borðstofuborð úr. 
Eitt af því að eyða svona miklum tíma heima hjá sér í fæðingarorlofi 
er að mig langar til að breyta öllu og er uppfull af hugmyndum ;)
Þetta verkefni finnst mér svo spennandi, 
en ég þarf að taka fram alla mína þolinmæði 
þar sem viðurinn þarf að þorna í um ca ár 
fyrir borðstofuborðinu og í einhverja mánuði fyrir sófaborðinu :) 



x x x 
-hgg


Mánudagsgleði :)

Ég hlakka til á hverju kvöldi að vakna daginn eftir 
til að geta séð og leikið mér með gullmolunum mínum :)




x x x
-hgg






Friday, November 2, 2012

Sumartími vs. Vetrartími

Um síðustu helgi breyttist klukkan frá sumartíma til vetrartíma. Ég var komin með prinsana í góða rútínu þar sem þeir fóru að sofa á milli 8 og 9 á kvöldin og vöknuðu ekki fyrr en kl 6-7 morguninn eftir, sem var alveg yndislegt fyrir mig að þurfa ekki að vakna upp um næturnar til að gefa þeim mörgum sinnum :) já algjör draumabörn sem við eigum :)

En svo var skipt yfir í vetrartíma og er ég núna búin að vinna í því alla vikuna að koma þeim í rétta rútínu aftur, þar sem allt fór úr skorðum (já það er bara næs að ekki klukkan breytist ekki á Íslandi). En ég held að mér hafi tekist það, því gærdagurinn var bara rútínan uppmáluð hvað varðar daglúrana og svo sváfu þeir alla nóttina :) ég veit samt ekki hversu lengi þessi gleði mun standa þar sem ég er að fara með þá núna á eftir í 3 mánaða bólusetningu og er ég svo hrædd um að þeir verði órólegir eftir það!!! eru þið með einhver góð ráð ef svo verður?




En yfir í skemmtilegri fréttir þá eru nokkrar vikur síðan að sætu og skemmtilegu englarnir mínir fóru að hlæja og spjalla sem er bara það yndislegasta í heiminum, núna vilja þeir bara að ég spjalli við þá allan daginn og svo þegar pabbi þeirra kemur heim þá er spjallið í hámarki og gleðin leynir sér ekki hjá þeim. Síðan í gær sátum við með þá í sófanum og við héldum þeim á móti hvort öðrum og þeir byrðuð að spjalla við hvorn annan og svo ef einn sagði eitthvað þá fór hinn að hlæja!! :) Það er ekkert til meira krúttlegt í heiminum!! mig langaði svo að taka þetta uppá video en ég vildi ekki trufla þá í miðjum "samræðum" ;) Ég og Jacob brostum svo það sem eftir var af deginum því þetta var algjörlega hápunkturinn af deginum hjá okkur ef ekki bara mánuðinum :) Ég elska að vera tvíburamamma, mér finnst það algjör forréttindi að fá að ala upp svona tvo gullmola :)

litlu krúttin kúra saman og leiðast <3

x x x
-hgg