Thursday, November 22, 2012

Passamyndataka

Fór með strákana í passamyndatöku í gær, 
sem gekk bara ágætlega nema að það má ekki brosa á passamyndum 
og Emil var með heimsis stærsta bros í ca 5 mín. 
Ljósmyndarinn reyndi eins og hann gat að fá Emil til að loka munninum.
Ég bara hló og hló inní mér því mér fannst Emil svo fyndinn, 
En á endanum náði hann einni mynd þar sem Emil var ekki með þetta risa bros
ekki náðist þó að loka munninum á honum ;) hehehe...
Isak byrjaði líka á því að setja upp heimsins stærsta bros 
en þar sem ljósmyndarinn var greinilega ekki tilbúinn 
í annan svona bros krakka, 
þá kallaði hann svona sterkri karlmanns röddu 
"HEY" á Isak 
og honum brá svo 
að hann brosti ekki meir á meðan við vorum þarna inni!!!  



Hérna er svo útkoman :)

Þá er næsta skref að skila inn umsókninni um vegabréf og þá
styttist heldur betur í að við komum í heimsókn til Íslands :)


x x x
-hgg




No comments:

Post a Comment