Friday, November 2, 2012

Sumartími vs. Vetrartími

Um síðustu helgi breyttist klukkan frá sumartíma til vetrartíma. Ég var komin með prinsana í góða rútínu þar sem þeir fóru að sofa á milli 8 og 9 á kvöldin og vöknuðu ekki fyrr en kl 6-7 morguninn eftir, sem var alveg yndislegt fyrir mig að þurfa ekki að vakna upp um næturnar til að gefa þeim mörgum sinnum :) já algjör draumabörn sem við eigum :)

En svo var skipt yfir í vetrartíma og er ég núna búin að vinna í því alla vikuna að koma þeim í rétta rútínu aftur, þar sem allt fór úr skorðum (já það er bara næs að ekki klukkan breytist ekki á Íslandi). En ég held að mér hafi tekist það, því gærdagurinn var bara rútínan uppmáluð hvað varðar daglúrana og svo sváfu þeir alla nóttina :) ég veit samt ekki hversu lengi þessi gleði mun standa þar sem ég er að fara með þá núna á eftir í 3 mánaða bólusetningu og er ég svo hrædd um að þeir verði órólegir eftir það!!! eru þið með einhver góð ráð ef svo verður?




En yfir í skemmtilegri fréttir þá eru nokkrar vikur síðan að sætu og skemmtilegu englarnir mínir fóru að hlæja og spjalla sem er bara það yndislegasta í heiminum, núna vilja þeir bara að ég spjalli við þá allan daginn og svo þegar pabbi þeirra kemur heim þá er spjallið í hámarki og gleðin leynir sér ekki hjá þeim. Síðan í gær sátum við með þá í sófanum og við héldum þeim á móti hvort öðrum og þeir byrðuð að spjalla við hvorn annan og svo ef einn sagði eitthvað þá fór hinn að hlæja!! :) Það er ekkert til meira krúttlegt í heiminum!! mig langaði svo að taka þetta uppá video en ég vildi ekki trufla þá í miðjum "samræðum" ;) Ég og Jacob brostum svo það sem eftir var af deginum því þetta var algjörlega hápunkturinn af deginum hjá okkur ef ekki bara mánuðinum :) Ég elska að vera tvíburamamma, mér finnst það algjör forréttindi að fá að ala upp svona tvo gullmola :)

litlu krúttin kúra saman og leiðast <3

x x x
-hgg



No comments:

Post a Comment