Við eyddum gærdeginum í sveitinni og tókum góðan göngutúr
og borðuðum góðan mat :)
Strákarnir hafa örugglega aldrei sofið betur heldur en í sveitaloftinu og
í flotta retro vagninum sem þeir eiga uppí sveit :)
Eftir að hafa rölt um túnið þá fórum við uppí skóg
til að ath hvort við gætum ekki fundið köngla
til að búa til jólaskraut fyrir jólin :)
Einnig völdum við okkur tré sem við ætlum að fella niður
og búa til sófaborð og borðstofuborð úr.
Eitt af því að eyða svona miklum tíma heima hjá sér í fæðingarorlofi
er að mig langar til að breyta öllu og er uppfull af hugmyndum ;)
Þetta verkefni finnst mér svo spennandi,
en ég þarf að taka fram alla mína þolinmæði
þar sem viðurinn þarf að þorna í um ca ár
fyrir borðstofuborðinu og í einhverja mánuði fyrir sófaborðinu :)
x x x
-hgg
No comments:
Post a Comment