Thursday, June 13, 2013

Barnaherbergi Emils & Isaks // Emil & Isaks værelse

Hérna eru nokkrar myndir af herbergi strákanna. Þeir voru 8 mánaða þegar við fórum á fullt með að koma herberginu þeirra í stand og enduðum við síðan þann daginn á því að færa þá yfir í sitt eigið herbergi til að sofa. Ég var oft búin að velta því fyrir mér hvenær væri rétti tíminn til að setja þá í sitt eigið herbergi og hafði aldrei komist að neinni niðurstöðu þar sem það er mjög misjafnt eftir foreldrum. 
Síðan þegar Jacob spurði mig hvort við ættum ekki að prufa að láta þá sofa nóttina í sínu herbergi, hugsaði ég afhverju ekki? þeir hafa alltaf hvorn annan og hefur það gengið vonum framar :)

Herbergið er ekkert rosalega stórt þannig að ég valdi að hafa öll húsgögnin hvít og blanda síðan skemmtilegum litum með. Aðal litirnir eru blár og grænn, þar sem við notum þá liti til að auðvelda vinum og ættingjum að þekkja þá í sundur. Emil er s.s. grænn og Isak blár :)


  


Stafina keypti ég í Bahne // Ljósaserían er frá HappyLights // Posterin í römmunum eru eftir Ingela Arrhenius

Þetta er uppáhalds : "Be Nice To The World Please"



 

Kassarnir uppá skápnum eru frá IKEA en svo setti ég límmiða á þá sem ég keypti í Søstrene Grene.
Ég notaði kökudisk til að teikna línuna sem ég límdi fánana á, til þess að kassarnir myndu allir fá sömu útkomu. Ég er voða ánægð með þessa fínu garland kassa :)
Engillinn sem hangir á skápnum fékk ég frá vinkonu ömmu minnar þegar ég var ólétt. Hún bjó hann til sjálf og vildi endilega gefa Emil & Isak sinn vendarengil.







Yfir skiptiborðinu erum við með þessar flugvélar sem ég er búin að hengja instagram myndir á. Planið er svo að kaupa fleira klemmur í allskonar stíl og fylla bandið með fjölskyldumyndum.

Flugvélarnar eru keyptar í Nýja Sjálandi :)

Þið getið ýtt á myndirnar til að sjá þær stærri :)

No comments:

Post a Comment