Það er langt síðan ég hef sett inn video. Í gær vorum við í útskriftarveislu og tókum við brio vagnana með, því síðustu daga gera bræðurnir nánast ekkert annað en að labba fram og tilbaka með vagnana sína :) Emil er með aðeins meira áhuga á þessu en Isak og því settist Isak bara í vagninn hjá Emil og fékk far fram og til baka :) Þessar rúsínir löbbuðu samanlagt í 2 tíma í veislunni í gær, gáfu sér smá tíma í að borða kvöldmatinn sinn en síðan aftur á gólfið og labba fram og tilbaka!
Annars er orðið mjög erfitt að ná myndum af litlu fyrirsætunum mínum þar sem þeir eru aldrei kyrrir og nánast engar myndir sem ég hef tekið síðutu vikurnar eru í fókus, því hér á þessum bæ gerist allt nánast á ljóshraða ;)
No comments:
Post a Comment