Ég sá um daginn á Instagram að Derma vörurnar (allavega sólavörnin frá þeim) eru komnar í sölu á Íslandi hjá Lifandi Markaði.
Þessar vörur eru rosalega góðar og eru einnig án allra parabena, ilm- og skaðlegraefna. Ég kaupi alltaf handsápu, bodylotion, sturtusápu og blautþurrkur (fyrir strákana) frá Derma. Svo þegar ég er búin með andlitskremið mitt frá Bláa Lóninu þá notað ég dagkremin frá þeim í millitíðinni þanngað til ég kem næst við í Leifstöð :)
Sólavörnin frá þeim skilur ekki eftir fasta gula bletti í fötum eða handklæðum eins og ég hef upplifað frá sumum öðrum merkjum.
Derma er danskt merki sem framleiðir vörur fyrir alla fjölskylduna. Á heimasíðunni þeirra stendur að vörurnar þeirra innihalda aðeins efni sem eru nauðsynleg og því eru kremin þeirra ekki full af uppfyllingarefnum!
Þessar vörur eru alveg þess virði að prufa :)
No comments:
Post a Comment