Tuesday, June 11, 2013



Emil & Isak að róla með bedstemor og bedstefar :)

Við erum búin að hafa yfir 20 stiga hita núna í 3 vikur, og núna þegar ég er loksins búin að kaupa sólhatt, stuttbuxur og stuttermasamfellur þá spáir rigningu hjá okkur næstu dagana og nóg af henni!! En sumarið má koma aftur ;)

Strákarnir passa vel uppá að ég sé á tánum allan daginn! bara í dag er ég búin að þurkka upp vatn sem var í skál sem Emil náði í, skálin var s.s. útí glugga og allt í einu varð óvenjuhljótt inní herbergi hjá þeim... þá voru þeir að sulla í vatninu á gólfinu. Þeir eru heldur betur orðnir stórir og handalangir ;)
Síðan í hádeginu í dag þá var ég að spjalla við mömmu og strákanir að leika sér í borðstofustólunum eins og svo oft áður, nema að þarna nær Emil uppá borðið og þar er glas með gömlu og köldu kaffi í. Hann nær í glasið og hellir restinni af kaffinu (ca. 1/3 eftir) yfir Isak bróðir sinn, sem greyið sat þarna með kaffi í hárinu og fötunum sínum. Sem sagt kl 13 var ég búin að skipta 2x um föt á þeim bræðrum :) 

Stundum finnst mér þeir alveg vera tilbúnir að byrja í vöggustofu og svo fimm mínútum seinna verð ég voða eigingjörn á þá og tými ekkert að setja þá á vöggustofu ;) Verst að ég get ekki verið í fæðingarorlofi þanngað til þeir verða 18 ;)



No comments:

Post a Comment