Wednesday, June 5, 2013

***



Í dag fórum við og hittum vini okkar þau Otto, Sigrid, Vera og mömmur þeirra. Við gerum góða tilraun til að taka hópmynd af þeim en það er ekki auðvelt að ná mynd af fimm 10 mánaða gömlum gormum sem sitja ekki lengi á sama stað. Það var einfaldlega of spennandi að allt þetta dót sem Vera á :)

Strákarnir eru búnir að fylgjast að með þessum krökkum frá því að þau voru ca 2 mánaða og núna eru þau öll komin með pláss á sömu vöggustofunni hérna í Vejgaard og munu því halda áfram að leika sér saman næstu árin :) Það er bara frábært að vita af því að þegar þeir mæta fyrsta daginn sinn á vöggustofuna að þar eru andlit sem þeir þekkja :)


Gleðilegan feðra dag :)
Emil & Isak vöktu pabba sinn með pakka í morgun, nýjum bakpoka :)


No comments:

Post a Comment